Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Viktor Örn Ásgeirsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. nóvember 2021 08:01 Arnór hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá stofnun hennar, árið 2015. Hann var endurskipaður af menntamálaráðherra í fyrra fram til ársins, 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira