Afgreiða jólainnkaupin á einu bretti á Singles Day Netgíró 11. nóvember 2021 11:45 Brynja Dan eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra. „Við erum alltaf að stækka og þróa síðuna okkar en viðmótið er komið til að vera. Að því sögðu verður nýjung á henni sem verður skemmtileg viðbót þetta árið,“ segir Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is en þar er nú hægt að gera dúndurkaup hjá yfir 300 fyrirtækjum. Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra sem margir nota til þess að kaupa jólagjafir á góðu verði. „Það er hægt að klára jólainnkaupin eða svo gott sem á einu bretti, og njóta svo aðventunnar í rólegheitum,“ segir Brynja. „Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar, þú getur keypt þér rúm, verkfæri, barnavörur, fatnað, upplifanir, hótelgistingu, mat, snyrtivörur, kynlífstæki og allt þar á milli. Úrvalið er endalaust og eitthvað sem við erum mjög stolt af. Nú er þetta í 7. skiptið sem við höldum Singles Day hér á Íslandi en Alibaba risinn fór af stað með þetta ári fyrr svo þetta er því í 8. skipti í heiminum sem dagurinn er haldinn,“ segir Brynja og bætir við Íslendingar séu orðnir mjög sjóaðir í netverslun og kunni að nýta sér afsláttardaga eins og Singles Day. Eflir innlenda verslun „Ég vona að markaðssetningin og vinnan sé að skila sér, að við séum farin að gera ráð fyrir þessum degi eins og útsölu í janúar. Það bíða alltaf fleiri og fleiri spennir eftir því að síðan opni á miðnætti þann 11.11 til að sjá hvaða verslanir eru með og hvað er í boði. Þetta eflir innlenda verslun og innlenda netverslun og við erum enn ekki hætt að gefa gjafir á jólunum svo það er gaman að geta gefið þá kannski örlítið veglegra eða eitthvað sem virkilega vantar heldur en að kaupa bara eitthvað. svo ég mæli með að fólk sé skipulagt og nýti sér tilboðin vel. Það er allur gangur á því hve mikla afslætti verslanir bjóða, sumir eru með flatan afslátt en aðrir með mismunandi afslátt eftir því hver varan er en allir með flotta afslætti og tilboð í þennan sólahring,“ segir Brynja. 50 heppnir kaupendur fá endurgreitt „Netgíró stendur alltaf þétt við bakið á okkur og í ár munu þau aftur endurgreiða 50 heppnum aðilum sem versla á Singles Day í gegnum 1111.is . Ég hef fengið það skemmtilega verkefni hingað til að hringja í fólk og tilkynna því að það fái kaupin endurgreidd og það er fátt jafn gaman eins og að gefa og létta undir með fólki í þessum mjög svo stressandi mánuði þar sem útgjöldin eru mikil á flestum heimilum,“ segir Brynja. Verslun Jól Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Við erum alltaf að stækka og þróa síðuna okkar en viðmótið er komið til að vera. Að því sögðu verður nýjung á henni sem verður skemmtileg viðbót þetta árið,“ segir Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is en þar er nú hægt að gera dúndurkaup hjá yfir 300 fyrirtækjum. Einn af stóru netverslunardögum ársins er í dag, Singles Day eða Dagur einhleypra sem margir nota til þess að kaupa jólagjafir á góðu verði. „Það er hægt að klára jólainnkaupin eða svo gott sem á einu bretti, og njóta svo aðventunnar í rólegheitum,“ segir Brynja. „Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar, þú getur keypt þér rúm, verkfæri, barnavörur, fatnað, upplifanir, hótelgistingu, mat, snyrtivörur, kynlífstæki og allt þar á milli. Úrvalið er endalaust og eitthvað sem við erum mjög stolt af. Nú er þetta í 7. skiptið sem við höldum Singles Day hér á Íslandi en Alibaba risinn fór af stað með þetta ári fyrr svo þetta er því í 8. skipti í heiminum sem dagurinn er haldinn,“ segir Brynja og bætir við Íslendingar séu orðnir mjög sjóaðir í netverslun og kunni að nýta sér afsláttardaga eins og Singles Day. Eflir innlenda verslun „Ég vona að markaðssetningin og vinnan sé að skila sér, að við séum farin að gera ráð fyrir þessum degi eins og útsölu í janúar. Það bíða alltaf fleiri og fleiri spennir eftir því að síðan opni á miðnætti þann 11.11 til að sjá hvaða verslanir eru með og hvað er í boði. Þetta eflir innlenda verslun og innlenda netverslun og við erum enn ekki hætt að gefa gjafir á jólunum svo það er gaman að geta gefið þá kannski örlítið veglegra eða eitthvað sem virkilega vantar heldur en að kaupa bara eitthvað. svo ég mæli með að fólk sé skipulagt og nýti sér tilboðin vel. Það er allur gangur á því hve mikla afslætti verslanir bjóða, sumir eru með flatan afslátt en aðrir með mismunandi afslátt eftir því hver varan er en allir með flotta afslætti og tilboð í þennan sólahring,“ segir Brynja. 50 heppnir kaupendur fá endurgreitt „Netgíró stendur alltaf þétt við bakið á okkur og í ár munu þau aftur endurgreiða 50 heppnum aðilum sem versla á Singles Day í gegnum 1111.is . Ég hef fengið það skemmtilega verkefni hingað til að hringja í fólk og tilkynna því að það fái kaupin endurgreidd og það er fátt jafn gaman eins og að gefa og létta undir með fólki í þessum mjög svo stressandi mánuði þar sem útgjöldin eru mikil á flestum heimilum,“ segir Brynja.
Verslun Jól Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira