TréNA leiðir til fangelsisdóms vegna ólöglegs skógarhöggs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:28 Umrædd hlyntegund er afar eftirsótt og viðurinn meðal annars notaður í hljóðfæri á borð við fiðlur og gítara. Getty Forsprakki hóps sem stundaði ólöglegt skógarhögg í Olympic-þjóðarskóginum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í 20 mánaða fangelsi eftir að eldur sem mennirnir kveiktu breiddist út í skóginum. Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá. Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Hópurinn hafði verið að höggva niður tré í skóginum vorið og sumarið 2018 en 3. ágúst fundu þeir geitungabú við stofn afar verðmæts hlyns. Mennirnir spreyjuðu skordýraeitri á búið og kveiktu í því en flúðu af vettvangi þegar þeim tókst ekki að slökkva eldinn. Eldurinn breiddist út á 13 ferkílómetra svæði og það kostaði um það bil 4,2 milljónir Bandaríkjadala að ná tökum á honum og slökkva hann. Höfuðpaurinn, Justin Andrew Wilke, 39 ára, var reyndar ekki dæmdur fyrir skógareldinn, sem ákæruvaldinu tókst ekki að sanna með óyggjandi hætti að hann hefði kveikt, heldur fyrir þjófnað, samsæri og fyrir að versla með ólöglega fengið timbur. Tveir samverkamenn Wilke sögðu hann hafa staðið við búið þegar eldurinn kviknaði en gátu ekki fullyrt að hann hefði sannarlega kveikt eldinn. Það sem vekur hins vegar athygli er að þetta mun vera í fyrsta sinn sem alríkisdómstóll fellir dóm þar sem erfðaefni úr trjám er meðal sönnunargagna. Erfðafræðingur sem bar vitni í málinu sagði að erfðarannsóknir hefðu leitt í ljós að timbur sem Wilke seldi timburvinnslu hefði verið tekið af stofnum sem fundust á svæðinu þar sem eldurinn kviknaði og þar sem tré hefðu verið felld ólöglega. Við rannsókn málsins var erfðaefni 230 hlyntrjáa á svæðinu greint og líkurnar á því að timbrið sem Wilke seldi hafi tilheyrt umræddum skógi sagt nær óyggjandi. Búið er að kortleggja erfðaefni umræddrar hlyntegundar á svæði sem spannar leið frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og að landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Vísindemnn segja þó mikið verk framundan, þar sem kortleggja þarf hverja einustu trjátegund með sama hætti. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent