Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira