Haukur Helgi: Hafði líka spilað með slitið liðband í ökkla síðan 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 12:31 Haukur Helgi Pálsson á enn eftir að spila sinn fyrsta leik með Njarðvík í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukur Helgi Pálsson stefnir að því að byrja að spila aftur um miðjan desember og óttast það að hann verði rekinn nái hann ekki leik Njarðvíkur og Keflavíkur milli jóla og nýárs. Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ekki enn spilað með Njarðvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við liðið í sumar. Ástæðan er að Haukur Helgi þurfti að fara í stóra ökklaaðgerð í sumar og þurfti síðan marga mánuði til að jafna sig á henni. Haukur Helgi Pálssoní leik með Club Basquet Andorra þar sem hann lék á síðasta timabili.Getty/Noelia Deniz Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um hvenær Haukur kemur aftur og hvað sé í raun að angra hann. Haukur fór yfir þetta allt saman í hlaðvarpsþættinum „Undir körfunni“ þar sem hann ræddi við Atla Frey Arason. Atli spurði Hauk út í liðsbandsslitin sem hafa komið í veg fyrir það að hann hefur enn ekki klæðst Njarðvíkurbúningnum. Brjóskið fór líka í eitthvað rugl „Ég sný mig illa þegar ég lendi ofan á öðrum í leik. Ég slít allt og togna, þetta týpíska. Þetta gerðist í janúar eða febrúar. Ég kem til baka fimm vikum seinna og á annarri æfingunni gerist aftur það sama. Ég slít þá allt aftur. Þá fer brjóskið líka í eitthvað rugl. Þegar ég fer í myndatöku þá sést að brjóskið mitt sé að eyðileggjast,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. Haukur Helgi Pálsson á æfingu með landsliðinu.Vísir/Andri Marinó „Þá fer ég til sérfræðings og ég segi honum hvernig ökklinn minn er. Oft þegar ég hoppa þá er hægri ökklinn laus. Hann segir að það gefi til kynna að ég hafi verið með slitið liðband í einhver ár og það hafi aldrei gróið,“ sagði Haukur Helgi. „Mín meiðslasaga er ágætlega löng og við fórum yfir hana saman. Við höldum að þetta hafi gerst á Spáni 2014 þar sem að ég snéri mig harkalega og slít allt. Ég spila tveimur vikum seinna því úrslitakeppnin var að byrja. Það hefur því aldrei náð að jafna sig,“ sagði Haukur. „Síðan er ég alltaf að snúa mig aftur, aftur og aftur. Þá er þetta stundum að ég er bara að labba þegar ég sný á mér ökklann. Ég finn ekkert fyrir því en næ samt að snúa mig,“ sagði Haukur Helgi. Ekki búinn að sðila körfuboltaleik síðan í mars „Hann sagði bara: Þú þarft að fara í aðgerð. Við getum alveg haldið áfram að gera þetta eins og þú ert búinn að vera að gera þetta en þá ertu alltaf að fara að lenda í þessu. Þetta gerist í mars og ég er ekki búinn að spila körfuboltaleik síðan 10. mars,“ sagði Haukur Helgi. Haukur Helgi fer meiddur af velli í leik með Andorra.Getty „Manni fannst alltaf að maður væri hundrað prósent en maður var það ekki. Ég hef fundið það alltaf meira og meira með árunum. Þegar bakið mitt fór í Svíþjóð þá var ég minna að leita að kontakti hér og þar. Því þá átti ég til að stífna upp að verða alveg handónýtur. Ökklinn minn hefur ekki verið í lagi síðan 2014,“ sagði Haukur Helgi. „Ég meiddi mig ekki en ég var alltaf að snú mig. Það er erfitt að koma sér í rytma þegar maður er alltaf að snúa sig,“ sagði Haukur Helgi Fór í aðferð í Barcelona „Ég fer í aðgerð í Barcelona og þeir segja mér að í rauninni var liðbandið mitt bara pappír. Það var bara fljótandi um þarna og var bara tekið í burtu. Það var síðan fræst smá af innra ökkla beininu. Það var slípað til og innanverða liðbandið var fest aftur,“ sagði Haukur Helgi sem lýsti hvað var gert í aðgerðinni en hann fékk í raun tvö ný liðbönd auk þess var farið að myndast nýtt beint í ökklanum sem var fjarlægt. „Þetta var aðeins meira en þetta átti að verða en gekk allt vel. Eina ástæðan fyrir því að ég er ekki að spila er að ég þurfti að fara í gifs í sex vikur og mátti þá ekki hreyfa hann. Allur vöðvamassinn er farinn og hreyfigetan í ökklanum lítið sem ekki nein. Ég er búinn að vera vinna stöðugt í því að mýkja hann, liðka hann og fá styrk aftur,“ sagði Haukur. Byrjaður að æfa og stefnir á miðjan desember „Ég er byrjaður aðeins að æfa meira, skjóta, hoppa og gera eitthvað. Það er svo sem engin sprengja í karlinum en það kemur vonandi,“ sagði Haukur en hvenær kemur hann aftur? „Þetta er allt að koma og ég stefni á að vera kominn aftur einhvern tímann í desember. Ég er að vonast til að gera komið aftur um miðjan desember. Ég verð að vera kominn til baka fyrir Keflavíkurleikinn því annars held ég að ég verði bara rekinn,“ sagði Haukur. Það má hlusta á allt spjallið við hann með því að smella hér.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum