Innlent

Í farbanni vegna gruns um brot gegn barni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Landsréttur
Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í vikunni þar sem karlmanni var gert að sæta farbanni vegna gruns um brot gegn barni. 

Maðurinn er grunaður um að hafa boðið stúlku á heimili sitt eftir að hafa átt í samskiptum við hana á samfélagsmiðlum og í síma. Þegar á heimili mannsins var komið, er hann talinn hafa gefið stúlkunni áfengi og fengið hana til að hafa við sig munnmök.

Ákærði bauð stúlkunni aftur heim til sín degi síðar og er sakaður um að hafa veitt henni áfengi, haft við hana munnmök og samfarir. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið og játaði að hafa haft samfarir við stúlkuna. Hann kvaðst þó ekki hafa vitað hve gömul stúlkan hafi verið.

Héraðsdómari sagði nauðsynlegt að ákærði sætti farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan málið er til meðferðar, svo að hann reyni ekki að koma sér ekki úr landi. Landsréttur var hérðasdómara sammála og staðfesti þann úrskurð nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×