Finnur Freyr: Við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 22:45 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79, og Finnur Freyr, þjálfari Vals, var að vonum sáttur í leikslok. „Mér líður bara ágætlega. Ég er bara ánægður að halda áfram að vinna leiki, um það snýst þetta. Margt jákvætt í leiknum og eins og stundum þá er eitt skref aftur í öðrum hlutum en heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna,“ sagði Finnur Freyr. Valsmenn hafa unnið þrjá deildarleiki í röð eftir þennan sigur og líta mjög vel út. Einnig skoruðu þeir yfir 90 stig í fyrsta sinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það gerðu þeir einnig í kvöld. Liðið er komið á betra skrið samkvæmt þjálfaranum. „Ég myndi segja að við séum komnir á betra skrið. Það er að skapast smá taktur og flæði og menn eru að komast í smá ‚rythma‘ núna innan liðsins. Við erum svona að læra á vopnin okkar og fara að nýta þau aðeins betur. Mér finnst ennþá mikið rými til bætinga og við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur þannig að ég held við þurfum að einblína á það hvernig við getum bætt því inn,“ sagði Finnur. Með sigri kvöldsins færast Valsmenn upp í 5. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum frá þeim fjórum liðum sem deila efsta sætinu með 10 stig. Finnur segir nóg eftir af deildinni og óþarfi að pæla í töflunni að svo stöddu. „Þessi deild er svo erfið maður, hún spilast eins og hún er. Lið detta á smá ‚run‘ og svo dala lið inn á milli. Nú styttist í landsleikjahlé og þá koma breytingar og svo gerist það aftur í janúar. Ég held það sé óþarfi að horfa of mikið í töfluna, hún segir bara hálfa söguna. Mín reynsla er að það sé betra að lið einbeiti sér að því að bæta sinn leik og að sjálfsögðu að reyna að hala inn eins mörgum stigum og hægt er en lykillinn að vera að spila eins vel og hægt er. Við erum töluvert frá því ennþá,“ sagði Finnur um stöðuna í deildinni. Kári Jónsson byrjaði leikinn á bekknum en kom sterkur inn og skoraði lang flest stig eða 29 talsins. Liðið að finna takt og margir sem geta byrjað segir Finnur Freyr. „Hann (Kári) er bara stórkostlegur leikmaður, ótrúlega mikil gæði í honum og við erum svolítið þannig með liðið að það eru margir leikmenn sem geta byrjað. Við erum að reyna að finna svona einhvern takt, það væri óskandi að maður gæti sett bara alla leikmenn inn á völlinn og þeir myndu bara alltaf skila því sem þeir geta skilað. Þetta snýst um samvinnu fimm aðila inná vellinum hverju sinni og í 40 mínútur. Kári gerir vel í að koma grimmur inn af bekknum og gefa okkur skorun þaðan sem hefur stundum vantað en hann var svolítið ólíkur honum í byrjun leiktíðar en hann er óðum að fara að sína sitt rétta andlit,“ sagði Finnur Freyr um Kára. Valsmenn mæta Keflavík að viku liðinni áður en deildin fer í pásu vegna landsleikja. Finnur vildi ekkert gefa upp um breytingar á hópnum og segir alla leiki vera erfiða. „Við bara einblínum á þann hóp sem við erum með í dag. Við erum að fara eins og öll lið inn í erfitt prógram, klárum Keflavík á föstudaginn eftir viku og það er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni fyrir okkur. Við viljum fara með jákvæðum huga inn í landsleikjahléð og svo bara tekur við erfið lið eftir það svo ég held að aðalatriðið hjá okkur sé eins og alltaf að einbeita okkur að okkur sjálfum og reyna að verða betri. Ég á ekki von á breytingum,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Ég er bara ánægður að halda áfram að vinna leiki, um það snýst þetta. Margt jákvætt í leiknum og eins og stundum þá er eitt skref aftur í öðrum hlutum en heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna,“ sagði Finnur Freyr. Valsmenn hafa unnið þrjá deildarleiki í röð eftir þennan sigur og líta mjög vel út. Einnig skoruðu þeir yfir 90 stig í fyrsta sinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það gerðu þeir einnig í kvöld. Liðið er komið á betra skrið samkvæmt þjálfaranum. „Ég myndi segja að við séum komnir á betra skrið. Það er að skapast smá taktur og flæði og menn eru að komast í smá ‚rythma‘ núna innan liðsins. Við erum svona að læra á vopnin okkar og fara að nýta þau aðeins betur. Mér finnst ennþá mikið rými til bætinga og við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur þannig að ég held við þurfum að einblína á það hvernig við getum bætt því inn,“ sagði Finnur. Með sigri kvöldsins færast Valsmenn upp í 5. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum frá þeim fjórum liðum sem deila efsta sætinu með 10 stig. Finnur segir nóg eftir af deildinni og óþarfi að pæla í töflunni að svo stöddu. „Þessi deild er svo erfið maður, hún spilast eins og hún er. Lið detta á smá ‚run‘ og svo dala lið inn á milli. Nú styttist í landsleikjahlé og þá koma breytingar og svo gerist það aftur í janúar. Ég held það sé óþarfi að horfa of mikið í töfluna, hún segir bara hálfa söguna. Mín reynsla er að það sé betra að lið einbeiti sér að því að bæta sinn leik og að sjálfsögðu að reyna að hala inn eins mörgum stigum og hægt er en lykillinn að vera að spila eins vel og hægt er. Við erum töluvert frá því ennþá,“ sagði Finnur um stöðuna í deildinni. Kári Jónsson byrjaði leikinn á bekknum en kom sterkur inn og skoraði lang flest stig eða 29 talsins. Liðið að finna takt og margir sem geta byrjað segir Finnur Freyr. „Hann (Kári) er bara stórkostlegur leikmaður, ótrúlega mikil gæði í honum og við erum svolítið þannig með liðið að það eru margir leikmenn sem geta byrjað. Við erum að reyna að finna svona einhvern takt, það væri óskandi að maður gæti sett bara alla leikmenn inn á völlinn og þeir myndu bara alltaf skila því sem þeir geta skilað. Þetta snýst um samvinnu fimm aðila inná vellinum hverju sinni og í 40 mínútur. Kári gerir vel í að koma grimmur inn af bekknum og gefa okkur skorun þaðan sem hefur stundum vantað en hann var svolítið ólíkur honum í byrjun leiktíðar en hann er óðum að fara að sína sitt rétta andlit,“ sagði Finnur Freyr um Kára. Valsmenn mæta Keflavík að viku liðinni áður en deildin fer í pásu vegna landsleikja. Finnur vildi ekkert gefa upp um breytingar á hópnum og segir alla leiki vera erfiða. „Við bara einblínum á þann hóp sem við erum með í dag. Við erum að fara eins og öll lið inn í erfitt prógram, klárum Keflavík á föstudaginn eftir viku og það er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni fyrir okkur. Við viljum fara með jákvæðum huga inn í landsleikjahléð og svo bara tekur við erfið lið eftir það svo ég held að aðalatriðið hjá okkur sé eins og alltaf að einbeita okkur að okkur sjálfum og reyna að verða betri. Ég á ekki von á breytingum,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00