Töpuðu naumlega annað kvöldið í röð í Staples Center Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 07:31 Eric Bledsoe skorar fyrir Los Angeles Clippers á móti Miami Heat í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Clippers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á liði Miami Heat í æsispennandi leik. Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira