Umfjöllun: ÍBV - Fram 23-25 | Fram marði sigur í Eyjum Einar Kárason skrifar 13. nóvember 2021 15:30 Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram í dag með átta mörk VÍSIR/BÁRA Fram vann nauman tveggja marka sigur á ÍBV er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag, lokatölur 23.25. Fram kom inn í leikinn í 2. sæti deildarinnar á meðan ÍBV voru í 7. eða næst neðsta sæti. Eyjastúlkur án nokkurra lykilmanna og ljóst að leikurinn í dag yrði erfitt verkefni. Það var ekki að sjá í upphafi leiks hvort liðið væri ofar í töflunni en mikið jafnræði var á liðunum í upphafi. Eftir rétt rúman tíu mínútna leik var staðan 6-6 en þá tók við hörku góður kafli ÍBV sem skoraði næstu fjögur mörk. Bláklæddir gestirnir tóku þá leikhlé og það sem þar fór fram virtist skila sér vel inn á völlinn en Fram tók öll völd á vellinum og skoruðu sjö mörk í röð áður en heimastúlkur náðu loksins að svara. Þegar hálfleiksbjallan glumdi var staðan 14-17, gestunum í vil. Fram skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en sá hófst eins og sá fyrri. Munurinn var aldrei meiri en fjögur mörk og þegar stundarfjórðungur var eftir hófu heimastúlkur að saxa á forskot gestanna. Skoruðu þær næstu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, 21-21 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir. Við það vöknuðu Framarar og náðu aftur þriggja marka forskoti á skömmum tíma og ljóst að heimaliðið þyrfti að hafa mikið fyrir því að fá eitthvað út úr leiknum. Þrátt fyrir frábæra markvörslu tókst ÍBV ekki að nýta þær stöður og þau færi sem þeim gafst og því varð að Fram vann tveggja marka sigur. Af hverju vann Fram? Lið Framara er geysilega öflugt með sterka einstaklinga innanhóps sem sást bersýnilega um miðjan fyrri hálfleik í leiknum í dag. Þjálfarateymið er reynslumikið og þetta leikhlé sem liðið tók eftir slæman kafla kollvarpaði leiknum á mettíma. Þrátt fyrir sterk áhlaup Eyjaliðsins var ró og yfirvegun í liði gestanna sem skilaði sér í spilamennsku liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Harpa Valey átti góðan leik í dag.Vísir/Vilhelm Í liði ÍBV átti Marta Wawrzykowska frábæran leik í markinu og varði 21 skot. Þóra Björg Stefánsdóttir var markahæst með sex mörk, þar af fimm úr vítum. Harpa Valey Gylfadóttir og Ingibjørg Olsen skoruðu fjögur. Ólöf María Stefánsdóttir var öflug í vörninni með fimm stöðvanir. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með átta mörk. Henni næst var Emma Olsen með fjögur mörk skoruð. Hafdís Renötudóttir í markinu varði 14 skot. Þá átti Emma einnig sjö stöðvanir í vörninni. Hvað gekk illa? Óðagot og þó nokkrar slæmar ákvarðanir Eyjastúlkna gerði þeim illt í dag. Þá sér í lagi undir lok leiks þegar liðið hafði að jafna leikinn þegar lítið var eftir. Hvað gerist næst? Næsta verkefni ÍBV eru tveir leikir í Evrópukeppninni gegn Panorama frá Grikklandi, en þeir leikir fara fram á föstudaginn og laugardaginn næstkomandi. Báðir leikir verða spilaðir í Vestmannaeyjum. Fram gerir sér ferð í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Fram Handbolti Íslenski handboltinn
Fram vann nauman tveggja marka sigur á ÍBV er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag, lokatölur 23.25. Fram kom inn í leikinn í 2. sæti deildarinnar á meðan ÍBV voru í 7. eða næst neðsta sæti. Eyjastúlkur án nokkurra lykilmanna og ljóst að leikurinn í dag yrði erfitt verkefni. Það var ekki að sjá í upphafi leiks hvort liðið væri ofar í töflunni en mikið jafnræði var á liðunum í upphafi. Eftir rétt rúman tíu mínútna leik var staðan 6-6 en þá tók við hörku góður kafli ÍBV sem skoraði næstu fjögur mörk. Bláklæddir gestirnir tóku þá leikhlé og það sem þar fór fram virtist skila sér vel inn á völlinn en Fram tók öll völd á vellinum og skoruðu sjö mörk í röð áður en heimastúlkur náðu loksins að svara. Þegar hálfleiksbjallan glumdi var staðan 14-17, gestunum í vil. Fram skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en sá hófst eins og sá fyrri. Munurinn var aldrei meiri en fjögur mörk og þegar stundarfjórðungur var eftir hófu heimastúlkur að saxa á forskot gestanna. Skoruðu þær næstu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, 21-21 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir. Við það vöknuðu Framarar og náðu aftur þriggja marka forskoti á skömmum tíma og ljóst að heimaliðið þyrfti að hafa mikið fyrir því að fá eitthvað út úr leiknum. Þrátt fyrir frábæra markvörslu tókst ÍBV ekki að nýta þær stöður og þau færi sem þeim gafst og því varð að Fram vann tveggja marka sigur. Af hverju vann Fram? Lið Framara er geysilega öflugt með sterka einstaklinga innanhóps sem sást bersýnilega um miðjan fyrri hálfleik í leiknum í dag. Þjálfarateymið er reynslumikið og þetta leikhlé sem liðið tók eftir slæman kafla kollvarpaði leiknum á mettíma. Þrátt fyrir sterk áhlaup Eyjaliðsins var ró og yfirvegun í liði gestanna sem skilaði sér í spilamennsku liðsins. Hverjir stóðu upp úr? Harpa Valey átti góðan leik í dag.Vísir/Vilhelm Í liði ÍBV átti Marta Wawrzykowska frábæran leik í markinu og varði 21 skot. Þóra Björg Stefánsdóttir var markahæst með sex mörk, þar af fimm úr vítum. Harpa Valey Gylfadóttir og Ingibjørg Olsen skoruðu fjögur. Ólöf María Stefánsdóttir var öflug í vörninni með fimm stöðvanir. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með átta mörk. Henni næst var Emma Olsen með fjögur mörk skoruð. Hafdís Renötudóttir í markinu varði 14 skot. Þá átti Emma einnig sjö stöðvanir í vörninni. Hvað gekk illa? Óðagot og þó nokkrar slæmar ákvarðanir Eyjastúlkna gerði þeim illt í dag. Þá sér í lagi undir lok leiks þegar liðið hafði að jafna leikinn þegar lítið var eftir. Hvað gerist næst? Næsta verkefni ÍBV eru tveir leikir í Evrópukeppninni gegn Panorama frá Grikklandi, en þeir leikir fara fram á föstudaginn og laugardaginn næstkomandi. Báðir leikir verða spilaðir í Vestmannaeyjum. Fram gerir sér ferð í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti