Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. nóvember 2021 22:22 Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segist gera ráð fyrir að nefndin muni skila af sér tillögum til kjörbréfanefndar þegar hún verður kosin á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira