Viðskipti innlent

„Svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hversu marga maður drekkur“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mikill áhugi er á áfengislausum bjór hér á landi.
Mikill áhugi er á áfengislausum bjór hér á landi. Getty Images

Bruggmeistarar finna fyrir áhuga á áfengislausum jólabjór. Mikil aukning hefur verið í framleiðslu áfengislausra bjóra hér á landi síðasta eitt og hálfa árið.

Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking brugghúsi, er í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Honum líst vel á þróunina og telur almennt betra að neyta léttöls í stað gosdrykkja.

„Það eru yfirleitt minni kolvetni og enginn sykur í þessum drykkjum og því má maður segja að þeir séu hollari. Svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hversu marga maður drekkur,“ segir Baldur í samtali við Morgunblaðið.

Fyrsti íslenski áfengislausi bjórinn kom út seinnipart sumars 2020, en það var léttölið Bríó frá Borg brugghús. Áður þekktust léttbjórar, eins og hinn íslenski pilsner, sem innihalda 2,25% áfengi. Það er því nýjung að bjóða upp á íslenska bjóra, sem falla flokk áfengislausra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×