Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 10:45 Þórir Guðmundur var magnaður í sigri KR á Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld. KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
KR vann átta stiga sigur, 98-90, í framlengdum leik í Vesturbænum í gærkvöld. Þórir Guðmundur skoraði 28 stig, tók 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var framlagshæstur í liði KR með 35 í framlag. Strákarnir í Körfuboltakvöldi halda vart vatni yfir frammistöðum drengsins þessa dagana en ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda voru þeir Sævar Sævarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, Jonni. „Hann er bara kominn með allan pakkann og honum vex eiginlega með hverjum leiknum. Það sem mér finnst hann búinn að vera bæta frá því í fyrra er sjálfstraust í skotum, hann er set up skotmaður og tilbúinn að taka skot – akkúrat þarna kemur dæmi – með mann svona ekki alveg í andlitinu á sér en tiltölulega mikið í sér,“ sagði Sævar og bætti svo við: „Það eru ósköp fáir leikmenn á Íslandi í dag, sérstaklega íslenskir, sem hafa þetta vopnabúr sem Þórir hefur.“ „Svo er hann að taka fráköst, ef við skoðum leikina hans í vetur. Níu fráköst í fyrsta leik, svo 13, 9, 8, 16 og 15. Hann er með 11,7 fráköst að meðaltali í leik úr vængstöðu, það er algjörlega magnað,“ sagði Kjartan Atli um fjölhæfni þessa ótrúlega leikmanns. Klippa: Fóru fögrum orðum yfir Þóri Guðmund „Mér finnst þessi strákur bara vera að stimpla sig inn sem einn af betri íslensku leikmönnunum í þessari deild. Hann fer erlendis í skóla, kemur heim og er smá stund að finna sína stöðu í þessum bolta sem við erum að spila hérna.“ „Síðan er hann búinn að … þetta er eins og hálfgerð ofurhetja. Hann fær alltaf meiri og meiri kraft, hann er að gera alltaf meira og meira. Hann tók þetta lið bakið í dag,“ sagði Jonni, að endingu um frammistöðu Þóris Guðmundar gegn Stjörnunni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 30. október 2021 23:31