„Átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 07:01 Stella Leifsdóttir eigandi Belladonna, en verslunin er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt Creditinfo. Þegar Stella var rúmlega tvítug var hún orðin tveggja barna móðir og með þrjú börn lenti dóttir hennar í lífshættu og við tók erfitt tímabil. En á fertugsaldri opnaðist tækifæri til háskólanáms sem þó skilaði sér ekki í að vera ráðin í störf við hæfi. Stella fór því í sinn eigin rekstur og sér ekki eftir því í dag. Vísir/Vilhelm „Ég var að verða 35 ára þegar ég sá loksins tækifæri til að halda áfram í námi, ég skráði mig í frumgreinadeild HR, sem þá var gamli Tækniskólinn uppá höfða. Ég lauk síðan B.Sc. í Viðskiptafræði Vörustjórnunarsviði í Janúar 2004,“ segir Stella Leifsdóttir eigandi verslunarinnar Belladonna. Eftir nám var Stella að vonast eftir að fá einhverja fína vinnu. „En á sama tíma vaknaði gamli draumurinn um að vera sjálfstæður atvinnurekandi,“ segir Stella og bætir við: „Ég sótti um fullt af störfum á mínu sviði en komst að því að kona að verða fertug, með góða menntun og góðan bakgrunn, átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma.“ Hvers vegna rekstur? Langflest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki og þó eru þau mörg slík sem teljast til framúrskarandi fyrirtækja landsins samkvæmt Creditinfo. Í dag heyrum við söguna um eitt slíkt fyrirtæki, verslunina Belladonna, en oft er langur og áhugaverður aðdragandi að því að fólk ákveður að taka stóra stökkið og hefja rekstur. Ekki síst konur. Leiðtogaefnið: 18 ára gift og ólétt Stella er gift Davíð Ingibjartssyni. Þau byrjuðu ung saman og giftu sig þegar Stella var 18 ára. Nýorðin 19 ára eignaðist hún fyrsta barnið. Þetta þýðir að Stella hætti ung í námi, enda segir hún brauðstritið hafa verið það erfitt fyrir ung hjón að það virtist aldrei tími né tækifæri til að klára neina menntun. Þegar að Stella var rúmlega tvítug var hún orðin tveggja barna móðir. Þá réði hún sig í sölumannsstarf hjá heildverslun. „Fljótlega var ég látin hjálpa til við að taka saman reikninga eftir mánuðinn. Þá voru allar nótur handskrifaðar og allt handreiknað. Nokkrum mánuðum seinna átti að taka upp tölvukerfi í fyrirtækinu og mér var kippt inn á skrifstofuna til að sjá um þann pakka. Í framhaldinu varð ég sölumaður á skrifstofu og skrifaði út alla reikninga fyrir hina,“ segir Stella. Fljótlega var henni treyst fyrir meiri ábyrgð. „Ef forstjórinn fór í frí, var ég með umsjónina á fyrirtækinu. Þá byrjaði þessi hugsun um að fyrst ég gæti sé um fyrirtæki fyrir aðra, gæti ég líka gert það fyrir sjálfa mig.“ Dóttir í lífshættu Þriðja barnið fæddist þegar Stella var rétt að verða 26 ára. Þá hætti hún hjá heildsölunni og fór út í sjálfstæða sölumennsku. Seldi Tupperware í heimakynningum, konfekt, sokka og ýmislegt fleira á elliheimilum, þjónustumiðstöðvum og á nokkrum vinnustöðum. „Þegar yngsta barnið fór á leikskóla fór ég að vinna í skóla og fékk fljótlega starf á skrifstofunni þar,“ segir Stella. Í skólanum starfaði hún í bókhaldi og ýmsum tilfallandi verkefnum. „Þá fann ég að ég varð að ná mér í aðeins meiri menntun og fór í kvöldskóla í Versló að læra bókhald.“ Stella stefndi samt á að mennta sig enn meira. En örlögin tóku í taumana. ,,Ég var staðráðin í því að halda áfram að mennta mig, en þá lenti elsta dóttirin, þá á þrettánda ári, í alverlegu bílslysi og var vart hugað líf,“ segir Stella. Í framhaldi tók við mjög erfiður tími í endurhæfinu og vinnu við að halda fjölskyldunni saman, þar sem afleiðingar slyssins voru mjög miklar. Hin börnin tvö áttu líka erfitt eftir þetta og það var ekki í boði um tíma að gera eitthvað sem tók tíma frá fjölskyldunni.“ Stella skipti um þetta leyti aftur um vinnu og fór að vinna sem sölumaður og skrifstofustjóri í lítilli heildverslun. „Þá var ég aftur komin í þá stöðu að vera næstráðandi á eftir forstjóranum sem fór í frí og treysti mér fyrir rekstrinum. Skömmu seinna bauðst mér að taka við bókhaldi og launamálum hjá stóru og vaxandi bakaríi og var þar í smá tíma og fékk mikla reynslu af ýmsu sem viðkemur rekstri.“ Ung var Stellu oft treyst fyrir mikilli ábyrgð í vinnu og því hafði hún lengi velt því fyrir sér hvort hún ætti ekki bara að gera eitthvað sjálf. Þegar Stella tók síðan stóra stökkið og stofnaði Belladonna, hafði hún enga reynslu í fatabransanum og þaðan af síður af fjármögnun reksturs. En boltanum var kastað og það hjálpaði líka til að eiginmaður hennar, Davíð Ingibjartsson, hefur alltaf stutt hana eindregið. Vísir/Vilhelm Stella stekkur í djúpu laugina Loks fékk Stella tækifæri fyrir háskólanám á fertugsaldri. En eins og áður sagði, buðust henni engin störf í samræmi við menntunina. Hún þótti hreinlega ekki nógu eftirsótt í samanburði við unga fólkið! Stella fór því að velta fyrir sér: Ætti hún að skella sér í rekstur sjálf? „Ég byrjaði að skoða í kringum mig og velti fyrir mér hvað ég gæti nú gert ef ég yrði sjálfstæð og myndi búa til mitt eigið fyrirtæki. Ég komst að því að það væri stór markaður en lítið framboð í fatnaði fyrir konur sem þyrftu aðeins stærri stærðir,“ segir Stella og bætir við: Það má segja að örlögin hafi bara tekið í taumana. Ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina þótt ég hefði engan reynslu í fatabransanum og þaðan af síður að sækja fjármagn. En ég hafði trú á því sem ég ákvað að gera og Davíð eiginmaður minn studdi mig í ákvörðuninni. Boltanum var kastað.“ Belladonna var stofnað vorið 2004. Og eins og oftast er með lítil fyrirtæki, var allt lagt undir. „Reksturinn var á minni eigin kennitölu og öll áhættan hjá mér. Ég stóð og féll með þessu, heimilið og fjölskyldan var undir. Ég vissi að ef ég myndi klikka myndum við missa allt, þannig að álagið var gríðarlegt,“ segir Stella. En áformin gengu upp. „Einhvern veginn fór það nú samt allt vel og ég eignaðist fljótt góða viðskiptavini sem kunnu að meta nýju verslunina og meira úrval á markaðnum og hér er ég enn í dag,“ segir Stella. Að ná því að tilheyra þeim 2% fyrirtækja á Íslandi sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo er langhlaup segir Stella. Aðalmálið er að hafa trú á sjálfri sér en í dag er staða Belladonna allt önnur en hún var í upphafi: Þegar allt var lagt undir, reksturinn á persónulegri kennitölu Stellu og heimilið að veði. Með Belladonna hefur Stella nú farið í gegnum bankahrun og Covid en segir heimsfaraldurinn þó hafa skilað því að netverslunin hefur tekið mikinn kipp hjá búðinni.Vísir/Vilhelm Að verða framúrskarandi Hvaða ráð myndir þú gefa fólki, til dæmis konum, sem langar að stofna sitt eigið fyrirtæki, hefja rekstur og komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja landsins? Það er langur vegur frá því að byrja með tvær hendur tómar og heimili og fjölskyldu að veði og þangað sem ég er í dag. Það er engin ein leið rétt í því að komast áfram, ég held að aðalmálið sé að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera, standa með sjálfum sér og ekki taka gagnrýni of mikið inná sig,“ segir Stella. Stella segir það mjög skemmtilega upplifun að komast í hóp þeirra 2% fyrirtækja á Íslandi sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo. „Þetta er viðkenning á því að fyrirtækið er í skilum með allt og stendur vel fjárhagslega, en á bak við þetta er líka mikil vinna og það er gaman að sjá það skila sér.“ Eins og allir vita hafa fyrirtæki farið í gegnum tvær ólíkar en áhrifamikla krepputíma á frekar stuttum tíma: Fyrst bankahrunið og nú Covid. Um þessi tímabil í rekstrinum segir Stella. „Bankahrunið var skelfilegur tími. Ég var rétt farin að rétta úr kútnum eftir erfið byrjunarár en einhvern veginn komst ég í gegnum þetta. Og ég viðurkenni alveg að þegar Covid kom fyrst fékk maður smá hnút í magann. Óvissan var svo mikil og í fyrsta sinn frá opnun vorum við með núll krónur í sölu suma daga.“ Sem betur fer tók fólk fljótt við sér í Covid. „Netverslun fór líka að blómstra hjá okkur á belladonna.is og ég held líka að þegar að upp er staðið eru Íslendingar að læra það í heimsfaraldrinum að það er jafn gott að versla á Íslandi og þegar maður fer í frí erlendis. Í þeim ferðum fer maður til að lifa og njóta áfangastaðarins en ekki til að hanga í verslunarmiðstöð.“ Þegar Stella lítur til baka viðurkennir hún að eflaust hefði hún gert margt öðruvísi. En aldrei hefur hún séð eftir að hafa farið af stað. „Eftir sautján ár í rekstri er ég svo sannarlega reynslu ríkari, en í raun er ekki margt sem ég sé eftir að hafa gert. Ég hef kynnst mörgum hér heima og erlendis í tengslum við búðina og hef lært margt sem ekki er hægt að læra í skóla. Ég myndi gera þetta allt aftur,“ segir Stella og ítrekar: „Aðalmálið er að hafa trú á sjálfum sér.“ Verslun Góðu ráðin Tengdar fréttir „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eftir nám var Stella að vonast eftir að fá einhverja fína vinnu. „En á sama tíma vaknaði gamli draumurinn um að vera sjálfstæður atvinnurekandi,“ segir Stella og bætir við: „Ég sótti um fullt af störfum á mínu sviði en komst að því að kona að verða fertug, með góða menntun og góðan bakgrunn, átti ekki séns í unga fólkið sem var vinsælla á þessum tíma.“ Hvers vegna rekstur? Langflest íslensk fyrirtæki eru lítil og meðalstór fyrirtæki og þó eru þau mörg slík sem teljast til framúrskarandi fyrirtækja landsins samkvæmt Creditinfo. Í dag heyrum við söguna um eitt slíkt fyrirtæki, verslunina Belladonna, en oft er langur og áhugaverður aðdragandi að því að fólk ákveður að taka stóra stökkið og hefja rekstur. Ekki síst konur. Leiðtogaefnið: 18 ára gift og ólétt Stella er gift Davíð Ingibjartssyni. Þau byrjuðu ung saman og giftu sig þegar Stella var 18 ára. Nýorðin 19 ára eignaðist hún fyrsta barnið. Þetta þýðir að Stella hætti ung í námi, enda segir hún brauðstritið hafa verið það erfitt fyrir ung hjón að það virtist aldrei tími né tækifæri til að klára neina menntun. Þegar að Stella var rúmlega tvítug var hún orðin tveggja barna móðir. Þá réði hún sig í sölumannsstarf hjá heildverslun. „Fljótlega var ég látin hjálpa til við að taka saman reikninga eftir mánuðinn. Þá voru allar nótur handskrifaðar og allt handreiknað. Nokkrum mánuðum seinna átti að taka upp tölvukerfi í fyrirtækinu og mér var kippt inn á skrifstofuna til að sjá um þann pakka. Í framhaldinu varð ég sölumaður á skrifstofu og skrifaði út alla reikninga fyrir hina,“ segir Stella. Fljótlega var henni treyst fyrir meiri ábyrgð. „Ef forstjórinn fór í frí, var ég með umsjónina á fyrirtækinu. Þá byrjaði þessi hugsun um að fyrst ég gæti sé um fyrirtæki fyrir aðra, gæti ég líka gert það fyrir sjálfa mig.“ Dóttir í lífshættu Þriðja barnið fæddist þegar Stella var rétt að verða 26 ára. Þá hætti hún hjá heildsölunni og fór út í sjálfstæða sölumennsku. Seldi Tupperware í heimakynningum, konfekt, sokka og ýmislegt fleira á elliheimilum, þjónustumiðstöðvum og á nokkrum vinnustöðum. „Þegar yngsta barnið fór á leikskóla fór ég að vinna í skóla og fékk fljótlega starf á skrifstofunni þar,“ segir Stella. Í skólanum starfaði hún í bókhaldi og ýmsum tilfallandi verkefnum. „Þá fann ég að ég varð að ná mér í aðeins meiri menntun og fór í kvöldskóla í Versló að læra bókhald.“ Stella stefndi samt á að mennta sig enn meira. En örlögin tóku í taumana. ,,Ég var staðráðin í því að halda áfram að mennta mig, en þá lenti elsta dóttirin, þá á þrettánda ári, í alverlegu bílslysi og var vart hugað líf,“ segir Stella. Í framhaldi tók við mjög erfiður tími í endurhæfinu og vinnu við að halda fjölskyldunni saman, þar sem afleiðingar slyssins voru mjög miklar. Hin börnin tvö áttu líka erfitt eftir þetta og það var ekki í boði um tíma að gera eitthvað sem tók tíma frá fjölskyldunni.“ Stella skipti um þetta leyti aftur um vinnu og fór að vinna sem sölumaður og skrifstofustjóri í lítilli heildverslun. „Þá var ég aftur komin í þá stöðu að vera næstráðandi á eftir forstjóranum sem fór í frí og treysti mér fyrir rekstrinum. Skömmu seinna bauðst mér að taka við bókhaldi og launamálum hjá stóru og vaxandi bakaríi og var þar í smá tíma og fékk mikla reynslu af ýmsu sem viðkemur rekstri.“ Ung var Stellu oft treyst fyrir mikilli ábyrgð í vinnu og því hafði hún lengi velt því fyrir sér hvort hún ætti ekki bara að gera eitthvað sjálf. Þegar Stella tók síðan stóra stökkið og stofnaði Belladonna, hafði hún enga reynslu í fatabransanum og þaðan af síður af fjármögnun reksturs. En boltanum var kastað og það hjálpaði líka til að eiginmaður hennar, Davíð Ingibjartsson, hefur alltaf stutt hana eindregið. Vísir/Vilhelm Stella stekkur í djúpu laugina Loks fékk Stella tækifæri fyrir háskólanám á fertugsaldri. En eins og áður sagði, buðust henni engin störf í samræmi við menntunina. Hún þótti hreinlega ekki nógu eftirsótt í samanburði við unga fólkið! Stella fór því að velta fyrir sér: Ætti hún að skella sér í rekstur sjálf? „Ég byrjaði að skoða í kringum mig og velti fyrir mér hvað ég gæti nú gert ef ég yrði sjálfstæð og myndi búa til mitt eigið fyrirtæki. Ég komst að því að það væri stór markaður en lítið framboð í fatnaði fyrir konur sem þyrftu aðeins stærri stærðir,“ segir Stella og bætir við: Það má segja að örlögin hafi bara tekið í taumana. Ég ákvað að stökkva út í djúpu laugina þótt ég hefði engan reynslu í fatabransanum og þaðan af síður að sækja fjármagn. En ég hafði trú á því sem ég ákvað að gera og Davíð eiginmaður minn studdi mig í ákvörðuninni. Boltanum var kastað.“ Belladonna var stofnað vorið 2004. Og eins og oftast er með lítil fyrirtæki, var allt lagt undir. „Reksturinn var á minni eigin kennitölu og öll áhættan hjá mér. Ég stóð og féll með þessu, heimilið og fjölskyldan var undir. Ég vissi að ef ég myndi klikka myndum við missa allt, þannig að álagið var gríðarlegt,“ segir Stella. En áformin gengu upp. „Einhvern veginn fór það nú samt allt vel og ég eignaðist fljótt góða viðskiptavini sem kunnu að meta nýju verslunina og meira úrval á markaðnum og hér er ég enn í dag,“ segir Stella. Að ná því að tilheyra þeim 2% fyrirtækja á Íslandi sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo er langhlaup segir Stella. Aðalmálið er að hafa trú á sjálfri sér en í dag er staða Belladonna allt önnur en hún var í upphafi: Þegar allt var lagt undir, reksturinn á persónulegri kennitölu Stellu og heimilið að veði. Með Belladonna hefur Stella nú farið í gegnum bankahrun og Covid en segir heimsfaraldurinn þó hafa skilað því að netverslunin hefur tekið mikinn kipp hjá búðinni.Vísir/Vilhelm Að verða framúrskarandi Hvaða ráð myndir þú gefa fólki, til dæmis konum, sem langar að stofna sitt eigið fyrirtæki, hefja rekstur og komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja landsins? Það er langur vegur frá því að byrja með tvær hendur tómar og heimili og fjölskyldu að veði og þangað sem ég er í dag. Það er engin ein leið rétt í því að komast áfram, ég held að aðalmálið sé að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera, standa með sjálfum sér og ekki taka gagnrýni of mikið inná sig,“ segir Stella. Stella segir það mjög skemmtilega upplifun að komast í hóp þeirra 2% fyrirtækja á Íslandi sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo. „Þetta er viðkenning á því að fyrirtækið er í skilum með allt og stendur vel fjárhagslega, en á bak við þetta er líka mikil vinna og það er gaman að sjá það skila sér.“ Eins og allir vita hafa fyrirtæki farið í gegnum tvær ólíkar en áhrifamikla krepputíma á frekar stuttum tíma: Fyrst bankahrunið og nú Covid. Um þessi tímabil í rekstrinum segir Stella. „Bankahrunið var skelfilegur tími. Ég var rétt farin að rétta úr kútnum eftir erfið byrjunarár en einhvern veginn komst ég í gegnum þetta. Og ég viðurkenni alveg að þegar Covid kom fyrst fékk maður smá hnút í magann. Óvissan var svo mikil og í fyrsta sinn frá opnun vorum við með núll krónur í sölu suma daga.“ Sem betur fer tók fólk fljótt við sér í Covid. „Netverslun fór líka að blómstra hjá okkur á belladonna.is og ég held líka að þegar að upp er staðið eru Íslendingar að læra það í heimsfaraldrinum að það er jafn gott að versla á Íslandi og þegar maður fer í frí erlendis. Í þeim ferðum fer maður til að lifa og njóta áfangastaðarins en ekki til að hanga í verslunarmiðstöð.“ Þegar Stella lítur til baka viðurkennir hún að eflaust hefði hún gert margt öðruvísi. En aldrei hefur hún séð eftir að hafa farið af stað. „Eftir sautján ár í rekstri er ég svo sannarlega reynslu ríkari, en í raun er ekki margt sem ég sé eftir að hafa gert. Ég hef kynnst mörgum hér heima og erlendis í tengslum við búðina og hef lært margt sem ekki er hægt að læra í skóla. Ég myndi gera þetta allt aftur,“ segir Stella og ítrekar: „Aðalmálið er að hafa trú á sjálfum sér.“
Verslun Góðu ráðin Tengdar fréttir „What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„What the hell is wrong with your country?" spurði lögfræðingurinn Ævintýri sprota sem hófst skömmu eftir bankahrun. 8. nóvember 2021 07:00
„Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01
Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. 25. október 2021 07:01
Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00
Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4. október 2021 07:00