Innlent

Fjórir sjúk­lingar lagðir inn á Land­spítalann vegna Co­vid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni. 

Fjórir sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahúsið í gær vegna sjúkdómsins. Áfram er ein geðdeild lokuð vegna tilfellanna en ekki hafa greinst fleiri þar í skimunum undanfarinna daga. Þá komu tilfelli upp í Skaftahlíð og í lyfjaþjónustu og er rakningu þar lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans.

Alls eru 1.626 einstaklingar í eftirliti Covid-göngudeildar, þar af 396 börn. 65 eru á gulu en enginn rauður, eða metinn í hættu á innlögn. Í gær komu þrettán einstaklingar til skoðunar og meðferðar á Covid-göngudeild.

Nú eru 26 starfsmenn spítalans í einangrun vegna Covid-19, 33 eru í sóttkví og 246 í vinnusóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×