Undankeppni HM: Frakkar komnir áfram | Holland opnaði dyrnar fyrir Noreg og Tyrkland Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. nóvember 2021 22:00 Kylian Mbappé skoraði fjögur í kvöld EPA-EFE/IAN LANGSDON Fjórum leikjum í evrópuhluta undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Katar á næsta ári lauk í kvöld. Í París kjöldrógu heimamenn Kasakstan og unnu 8-0 í leik þar sem Kylian Mbappé fór á kostum. Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins. HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Frakkland átti í engum vandræðum með að vinna Kasakstan og tryggja sig áfram í D-riðli undankeppninnar. Kylian Mbappé var í miklu stuði og var búinn að skora þrjú mörk í eftir einungis 32 mínútur. 3-0 í hálfleik og leikurinn í rauninni búinn. Hinn sjóðheiti Karim Benzema skoraði næstu tvö mörk áður en Adrien Rabiot kom Frökkum í 6-0. Antoine Griezmann skoraði svo úr víti áður en Mbappé skoraði lokamarkið. 8-0 niðurstaðan og Frakkar komnir áfram. Wales vann 5-1 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli í E-riðli og kom sér í lykilstöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. Aaron Ramsey og Neco Williams komu Wales yfir í fyrri hálfleik og Ramsey skoraði aftur snemma í þeim síðari. Artem Kontsevoj minnkaði muninn fyrir Hvíta Rússland áður en Ben Davies og Connor Roberts skelltu hurðina á allar endurkomuhugmyndir. Wales er í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Tékkum. SGÔR TERFYNOL 5-1 A five star display from Cymru!#WALBLR | #TogetherStronger pic.twitter.com/s2J0FebZos— Wales (@Cymru) November 13, 2021 Í sama riðli vann topplið Belgíu 3-1 heimasigur á Eistum. Belgía hefur leitt riðilinn frá upphafi og eru komnir áfram á heimsmeistaramótið. Það var Christian Benteke sem kom Belgum yfir áður en Yannick Carrasco skoraði og Belgía komin í 2-0. Eric Sorga minnkaði muninn fyrir gestina úr Eystrasaltinu en Thorgan Hazard skoraði svo lokamark leiksins. 3-1 fyrir Belgíu. Hollendingar settu óþarfa pressu á sig með því að tapa niður unnum leik í Svartfjallalandi. Memphis Depay skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og allt í túlípanablóma hjá þeim appelsínugulu. En það reyndist ekki raunin. Ilija Vukotic skoraði á 82. mínútu og svo skoraði Nikola Vujnovic á 86. mínútu. Úrslitin 2-2 og það þýðir að Norðmenn geta skotist upp fyrir Hollendinga með sigri í síðasta leik riðilsins.
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira