Þetta segir í grein á vefsíðunni veitingageirinn.is. Samkvæmt greininni verða fjórtán veitingastaðir á tveimur hæðum í höllinni sem er heilir 1.800 fermetrar að stærð. Þá verður jafnframt veislusalur á eftstu hæð hússins.
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í húsnæðinu og ekki er gert ráð fyrir að dyr hallarinnar opni fyrr en í mars, í fyrsta lagi.
„Eftirspurn er búinn að vera flott í pláss í básana og erum við búnir að ganga frá einhverjum nú þegar. Ég lít á þetta project sem stökkpall fyrir nýja aðila sem eru með nýjar og spennandi hugmyndir og vilja koma sér á framfæri,“ segir Árni Traustason, sölu og markaðsstjóri mathallarinnar, í samtali við Veitingageirann.