Ótrúlegur sigur Hamilton: „Hefur verið ein besta, ef ekki sú besta, helgi ferilsins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 21:36 Lewis Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu í dag. Mark Thompson/Getty Images Lewis Hamilton gerði nokkuð sem enginn hafði áður gert í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Brasilíu í dag. Hann var tíundi er kappakstur dagsins hófst en stóð uppi sem sigurvegari. Eftir að starfsfólk Red Bull hafði bent forráðamönnum Formúlu 1 á að bíll Lewis Hamilton stæðist mögulega ekki reglugerð sambandsins þá fékk hann refsingu. Hann var því tíundi er keppni hófst í Sao Paulo í kvöld. Valtteri Bottas var á ráspól, þar á eftir kom Max Verstappen hjá Red Bull og Carlos Sainz hjá Ferrari var þriðji. Hamilton sýndi hins vegar snilli sína og þaut fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. A race winning move A momentum-swinging move? @LewisHamilton passes @Max33Verstappen on his way to a win in Brazil that keeps his title hopes very much alive #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/4CbdWlOGsS— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 Á endanum stakk hann sér fram fyrir Verstappen og vann þar með kappaksturinn. Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, kom svo þriðji í mark. Fyrir daginn í dag hafði enginn ökumaður byrjað svona aftarlega og staðið uppi sem sigurvegari. Hamilton skráði sig þar með enn á ný í sögubækurnar er hann kom fyrstur í mark. Until today, no driver had won from further back than P8 on the grid at Interlagos @LewisHamilton started P10 today #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/d6d8K9epb3— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 „Þú getur gert allt ef þú leggur þig allan fram. Þessi helgi er sönnun þess. Þessi orrusta fór fram á brautunni og ég gæti ekki verið stoltari af Mercedes og Valtteri Bottas, mínum ótrúlega liðsfélaga. Ég gæti þetta ekki án hans. Við höldum áfram að berjast,“ sagði Hamilton á Twitter-síðu sinni eftir sigur dagsins. YOU CAN DO ANYTHING YOU PUT YOUR MIND TO! This weekend is proof. We fought this battle on the track and I couldn t be more proud of @mercedesamgf1 and my incredible teammate @valtteribottas who I couldn t do this without. EU AMO BRASIL We keep fighting, keep pushing. pic.twitter.com/CBD7QbIt1J— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 14, 2021 Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eftir að starfsfólk Red Bull hafði bent forráðamönnum Formúlu 1 á að bíll Lewis Hamilton stæðist mögulega ekki reglugerð sambandsins þá fékk hann refsingu. Hann var því tíundi er keppni hófst í Sao Paulo í kvöld. Valtteri Bottas var á ráspól, þar á eftir kom Max Verstappen hjá Red Bull og Carlos Sainz hjá Ferrari var þriðji. Hamilton sýndi hins vegar snilli sína og þaut fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. A race winning move A momentum-swinging move? @LewisHamilton passes @Max33Verstappen on his way to a win in Brazil that keeps his title hopes very much alive #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/4CbdWlOGsS— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 Á endanum stakk hann sér fram fyrir Verstappen og vann þar með kappaksturinn. Bottas, liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, kom svo þriðji í mark. Fyrir daginn í dag hafði enginn ökumaður byrjað svona aftarlega og staðið uppi sem sigurvegari. Hamilton skráði sig þar með enn á ný í sögubækurnar er hann kom fyrstur í mark. Until today, no driver had won from further back than P8 on the grid at Interlagos @LewisHamilton started P10 today #BrazilGP #F1 pic.twitter.com/d6d8K9epb3— Formula 1 (@F1) November 14, 2021 „Þú getur gert allt ef þú leggur þig allan fram. Þessi helgi er sönnun þess. Þessi orrusta fór fram á brautunni og ég gæti ekki verið stoltari af Mercedes og Valtteri Bottas, mínum ótrúlega liðsfélaga. Ég gæti þetta ekki án hans. Við höldum áfram að berjast,“ sagði Hamilton á Twitter-síðu sinni eftir sigur dagsins. YOU CAN DO ANYTHING YOU PUT YOUR MIND TO! This weekend is proof. We fought this battle on the track and I couldn t be more proud of @mercedesamgf1 and my incredible teammate @valtteribottas who I couldn t do this without. EU AMO BRASIL We keep fighting, keep pushing. pic.twitter.com/CBD7QbIt1J— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 14, 2021
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira