Guðni meiddist eftir átta mínútur í leik með stjörnuliði Bolton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 12:00 Stjörnulið Bolton Wanderers sem spilaði gegn núverandi liði Bolton í góðgerðarleik í gær. Guðni er þriðji frá vinstri í aftari röð. bolton Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lék með stjörnuliði Bolton Wanderers í góðgerðarleik í gær. Gamanið var hins vegar stutt hjá Guðna í leiknum. Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira