Bannon gefur sig fram við lögreglu Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 15. nóvember 2021 18:18 Steve Bannon ávarpaði fjölmiðla fyrir fram lögreglustöð í Washington. Win McNamee/Getty Images Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. Bannon hefur verið ákærður fyrir að sýna Bandaríkjaþingi vanvirðingu. Hann á von á allt að eins árs fangelsisdóm verði hann fundinn sekur og sekt upp á hundrað þúsund Bandaríkjadali. Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Bannon eftir að hann neitaði að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Átti hann þar að svara spurningum um hvað hann vissi um áform Trumps daginn sem að stuðningsmenn hans gerðu áhlaup á þinghúsið. Í frétt The Guardian segir að Bannon hafi verið umkringdur fréttamönnum þegar hann mætti á stöð Alríkislöglegunnar í Washington í morgun. Einn mótmælandi hafi verið á svæðinu með skilti sem á stóð „Skipuleggjandi valdaráns,“ Bannon hvatti stuðningsmenn sína til dáða í morgun. „Ég vil ekki að neinn taki augun af boltanum. Við erum að berjast gegn ógnarstjórn Bidens á hverjum degi. Ég vil að þið haldið einbeitingu og haldið ykkur við efnið,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Bannon hefur verið ákærður fyrir að sýna Bandaríkjaþingi vanvirðingu. Hann á von á allt að eins árs fangelsisdóm verði hann fundinn sekur og sekt upp á hundrað þúsund Bandaríkjadali. Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í síðasta mánuði að ákæra Bannon eftir að hann neitaði að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Átti hann þar að svara spurningum um hvað hann vissi um áform Trumps daginn sem að stuðningsmenn hans gerðu áhlaup á þinghúsið. Í frétt The Guardian segir að Bannon hafi verið umkringdur fréttamönnum þegar hann mætti á stöð Alríkislöglegunnar í Washington í morgun. Einn mótmælandi hafi verið á svæðinu með skilti sem á stóð „Skipuleggjandi valdaráns,“ Bannon hvatti stuðningsmenn sína til dáða í morgun. „Ég vil ekki að neinn taki augun af boltanum. Við erum að berjast gegn ógnarstjórn Bidens á hverjum degi. Ég vil að þið haldið einbeitingu og haldið ykkur við efnið,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira