Maður næturinnar í NFL gekk um með risastóra gullkeðju á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 13:01 Deebo Samuel var allt í einu kominn með þessa gullkeðju á hliðarlínunni. Skjámynd/ESPN Þetta átti að vera kvöld stjörnuútherjans Odell Beckham Jr. í hans fyrsta leik með Los Angeles Rams en það var hins vegar kollegi hans í hinu liðinu sem stal senunni og fyrirsögnunum. Útherjinn Deebo Samuel átti mjög flottan leik með San Francisco 49ers í nótt þegar liðið burstaði Los Angeles Rams 31-10 í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Samuel skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann sýndi vel áræðni sína og hraða. Staðan var 14-6 þegar hann skoraði snertimarkið sitt í fyrri hálfleiknum og hann kom 49ers síðan í 30-7 með seinna snertimarki sínu í upphafi fjórða leikhlutans. .@19problemz' chain is real BIG pic.twitter.com/gXbCAE12yR— ESPN (@espn) November 16, 2021 Rams-liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum en hefur nú fengið tvo skelli í röð. Deebo Samuel á ferðinni með boltann í sigri San Francisco 49ers á Rams í nótt.AP/Jed Jacobsohn Leikmenn 49ers liðið hafa aftur á móti ekki litið vel út síðustu vikunnar og höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir þennan leik á móti Rams. Þeir sýndu með frammistöðunni í nótt að þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fögnuður Deebo Samuel komst líka í fréttirnar en hann var kominn með risastóra gullkeðju með San Francisco 49ers hjálmi um hálsinn á hliðarlínunni og var duglegur að sýna hana í myndavélunum við mikinn fögnuð stuðningsmanna í stúkunni. Það má sjá Deebo og þessa svakalegu gullkeðju hér fyrir ofan. Snertimörkin hans tvö eru hér fyrir neðan. 11 plays. 91 yards. 7:49.Another impressive @49ers drive puts SF up 21-7. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/Ldb7a0SJio— NFL (@NFL) November 16, 2021 DEEBO. DEEBO. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/7PMwaChafL— NFL (@NFL) November 16, 2021 NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Útherjinn Deebo Samuel átti mjög flottan leik með San Francisco 49ers í nótt þegar liðið burstaði Los Angeles Rams 31-10 í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Samuel skoraði tvö snertimörk í leiknum þar sem hann sýndi vel áræðni sína og hraða. Staðan var 14-6 þegar hann skoraði snertimarkið sitt í fyrri hálfleiknum og hann kom 49ers síðan í 30-7 með seinna snertimarki sínu í upphafi fjórða leikhlutans. .@19problemz' chain is real BIG pic.twitter.com/gXbCAE12yR— ESPN (@espn) November 16, 2021 Rams-liðið vann sjö af fyrstu átta leikjum sínum en hefur nú fengið tvo skelli í röð. Deebo Samuel á ferðinni með boltann í sigri San Francisco 49ers á Rams í nótt.AP/Jed Jacobsohn Leikmenn 49ers liðið hafa aftur á móti ekki litið vel út síðustu vikunnar og höfðu aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum fyrir þennan leik á móti Rams. Þeir sýndu með frammistöðunni í nótt að þeir ætla að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Fögnuður Deebo Samuel komst líka í fréttirnar en hann var kominn með risastóra gullkeðju með San Francisco 49ers hjálmi um hálsinn á hliðarlínunni og var duglegur að sýna hana í myndavélunum við mikinn fögnuð stuðningsmanna í stúkunni. Það má sjá Deebo og þessa svakalegu gullkeðju hér fyrir ofan. Snertimörkin hans tvö eru hér fyrir neðan. 11 plays. 91 yards. 7:49.Another impressive @49ers drive puts SF up 21-7. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/Ldb7a0SJio— NFL (@NFL) November 16, 2021 DEEBO. DEEBO. #FTTB : #LARvsSF on ESPN : https://t.co/Pbh7qEl7Sy pic.twitter.com/7PMwaChafL— NFL (@NFL) November 16, 2021
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira