Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 10:07 Veggmynd af Jovenel Moise í Port-au-Prince á Haítí. Vopnaðir menn réðu hann af dögum í sumar. Vísir/EPA Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. Moise var skotinn til bana á heimili sínu í júlí. Eiginkona hans særðist í tilræðinu. Hópur kólumbískra málaliða er grunaður um að hafa framið ódæðið. Claude Joseph, utanríkisráðherra Haítí, segir að tyrknesk yfirvöld hafi handtekið mann að nafni Samir Handal og að hann geti haft mikla þýðingu fyrir rannsóknina á morðinu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Handal og segja tyrkneskir fjölmiðlar að hann hafi verið tekinn fastur á flugvellinum í Istanbúl þegar hann millilenti á leið sinni frá Bandaríkjunum til Jórdaníu. AP-fréttastofan segir að Handal sé athafnamaður frá Haítí og að hann hafi stöðu grunaðs í rannsókninni á morðinu á Moise. Stjórnvöld á Haítí hafa þó ekki gefið frekari upplýsingar um hvernig Handal eigi að hafa verið viðriðinn ráðabruggið. Fleiri en fjörutíu manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal átján kólumbískir uppgjafarhermenn og nokkrir haítískir lögreglumenn, en enginn hefur verið sóttur til saka. Haítí Tyrkland Tengdar fréttir Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. 15. september 2021 09:37 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Moise var skotinn til bana á heimili sínu í júlí. Eiginkona hans særðist í tilræðinu. Hópur kólumbískra málaliða er grunaður um að hafa framið ódæðið. Claude Joseph, utanríkisráðherra Haítí, segir að tyrknesk yfirvöld hafi handtekið mann að nafni Samir Handal og að hann geti haft mikla þýðingu fyrir rannsóknina á morðinu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Handal og segja tyrkneskir fjölmiðlar að hann hafi verið tekinn fastur á flugvellinum í Istanbúl þegar hann millilenti á leið sinni frá Bandaríkjunum til Jórdaníu. AP-fréttastofan segir að Handal sé athafnamaður frá Haítí og að hann hafi stöðu grunaðs í rannsókninni á morðinu á Moise. Stjórnvöld á Haítí hafa þó ekki gefið frekari upplýsingar um hvernig Handal eigi að hafa verið viðriðinn ráðabruggið. Fleiri en fjörutíu manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal átján kólumbískir uppgjafarhermenn og nokkrir haítískir lögreglumenn, en enginn hefur verið sóttur til saka.
Haítí Tyrkland Tengdar fréttir Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. 15. september 2021 09:37 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn Ríkissaksóknari Haítí var rekinn í skyndi eftir að hann fór fram á að forsætisráðherra landsins yrðu ákærður í tengslum við rannsókn á morði fyrrverandi forseta landsins. Sérfræðingar segja brottreksturinn sjónarspil og að ástandið í Haítí sé ruglingslegt vegna baktjaldamakks. 15. september 2021 09:37
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36