Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. nóvember 2021 13:01 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“ Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
KLAPP kerfið svokallaða var tekið í notkun í morgun en hingað til hefur verið notast við venjuleg Strætókort, Strætó appið, og pappamiða. „Við byrjum svona smátt í sniðum þannig við erum svona annars vegar plastkort þar sem þú getur keypt mánuð eða ár, eða bara mánuð í einu sem endurnýjast sjálfkrafa eða þegar að þú vilt. Við erum líka að selja pappamiða með tíu miðum á og síðan er hægt að nota nýtt app sem kom út og þar eru þá þessir sömu vöruflokkar í því,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. KLAPP kortið er skannað um borð í Strætó til að greiða fargjaldið og er fyllt á það í gegnum mínar síður á vef Strætó. KLAPP appið er hægt að sækja í snjallsíma og er þar hægt að kaupa staka miða eða tímabilskort. KLAPP tía er síðan pappaspjald með kóða sem skannað er um borð strætisvagna. Fjallað var um kerfið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði. „Síðan stefnum við bara á að þróa þetta í framtíðinni og kynna til sögunnar vonandi á næsta ári snertilaus greiðslukort og Apple pay og Samsung pay. Samhliða þessu þá einfölduðum við gjaldskránna mjög mikið og við fækkuðum svokölluðum afsláttarflokkum,“ segir Jóhannes. Almennt mánaðarverð lækkaði þannig um 5300 krónur en á móti hækkuðu ungmennakort um 15 þúsund á ári. Þá var felld niður gjaldskylda fyrir börn 11 ára og yngri. „Þarna erum við svona dálítið að eyða út áhrifunum sem voru hér áður og var kvartað mjög mikið yfir, að menn hafi þurft að kaupa árskort til að fá einhvern afslátt ef þú ert góður notandi, þannig núna getur þú bara keypt þér mánaðarkort á þessu lága verði,“ segir Jóhannes. Einfaldara og sveigjanlegra að ferðast með Strætó Líkt og áður segir tók nýja greiðslukerfið við í morgun en notendur sem eiga enn gamla miða eða kort í Strætó appinu geta enn nýtt það. Hægt verður að nota tímabilskort í appinu þar til þau renna út og verður hægt að nota gömlu pappamiðana til 1. mars en einnig er hægt að skipta þeim út fyrir inneign í nýja kerfinu. „Þannig þetta verður allt svona miklu einfaldara og sveigjanlegra og gagnsærra eins og við segjum. Síðan einföld gjaldskrá, hún býður upp á svona ákveðna þróun og möguleika í framtíðinni. Við erum bara að stíga okkar fyrstu skref í þessu stafræna greiðslukerfi,“ segir Jóhannes. Hann segir daginn í dag hafa gengið frekar vel og að vel hafi verið tekið í nýja greiðslukerfið. „Við eigum auðvitað alltaf von á að eitthvað komi upp á fyrstu dögum og vikum nýs kerfis en í morgun hefur þetta gengið alveg þokkalega og stóráfallalaust þannig við erum bara bjartsýn,“ segir Jóhannes. „Við vonum bara að á næsta ári getum við kynnt fullt af nýjungum sem að henta vonandi sem flestum,“ segir Jóhannes. „Þetta er framtíðargreiðslukerfi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi bara öllu landinu. Borgarlínan og landsbyggðarstrætó koma síðan bara vonandi þegar fram líða stundir.“
Strætó Samgöngur Stafræn þróun Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Allt annað að fara um borð í Strætó Strætó er að gerbreyta um greiðslukerfi í vögnum sínum og hið nýja er sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndunum. Hver fer að verða síðastur að nota gömlu góðu strætómiðana, sem heyra brátt sögunni til. 23. október 2021 21:58