„Það lítur út fyrir að ég geti verið úr leik næstu vikur og jafnvel þær fimm vikur sem eru eftir af keppnistímabilinu á þessu ári,“ sagði Einar Ingi þegar hann ræddi við vefmiðilinn handbolti.is.
Hann segir að rifa sé í aftanverðu lærinu og miklar bólgur sem geri það að verkum að enn hafi ekki verið hægt að skoða þetta gaumgæfilega.
Afturelding situr í fimmta sæti Olís-deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki. Liðið á eftir að leika fimm leiki á þessu ári, gegn Val, FH, Fram, Stjörnunni og Haukum, en eins og staðan er núna í deildinni eru Mosfellingar í harðri baráttu við öll þessi lið.