Vilja þreifa á sýndarheimum framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2021 22:00 Frumgerð af hanska Reality labs. Með tæki sem þessu eiga netverjar að geta snert stafræna hluti í sýndarveruleika og jafnvel tekið í hendur hvors annars á netinu. Reality labs Síðastliðin sjö ár hafa starfsmenn Reality Labs, dótturfyrirtækis Meta (áður Facebook), unnið að því að svara þeirri spurningu hvernig fólk á að skynja sýndarheima framtíðarinnar. Hvernig fólk eigi að snerta stafræna hluti og jafnvel annað fólk. Með það í huga hafa áðurnefndir starfsmenn þróað hanska sem gera á fólki kleift að finna fyrir því þegar það snertir hluti í sýndar- og viðbótarveruleika. Tækniþróun þessi er ekki langt á veg komin en í tilkynningu frá Meta segir að hanskinn sé mjög efnilegur. Á undanförnum árum hafi teymið þróað framúrskarandi leiðir og lausnir til að halda vinnunni áfram. Forsvarsmenn Facebook breyttu nafni fyrirtækisins í Meta að hluta til vegna aukinn áherslu þeirra á eitthvað sem kallað er „metaverse“ og hefur verið líkt við næstu kynslóð internetsins. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Hanskarnir sem opinberaðir voru í dag myndu falla eins og flís við rass inn í þessa sviðsmynd sem Zuckerberg hefur lýst. Meta birti í dag myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að virka. Þessir hanskar þyrftu að notast við mikinn fjölda smárra mótora, sem hreyfast í takt við það sem gerist í sýndarheimum. Til að draga úr hitamyndun datt verkfræðingum Reality Labs í hug að þróa nýja gerð mjúkra mótora sem geti breytt um lögun í takt við hvað verið er að gera með hanskanum. Meta segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikill árangur náðst í þeirri þróun sem byggi meðal annars á agnarsmáum loftdælum og flögum sem stýri loftþrýstingi. Áhugasamir geta séð frekari og tæknilegri upplýsingar um hanskana hér á vef Meta. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að nota loftdælur. Tækni Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Með það í huga hafa áðurnefndir starfsmenn þróað hanska sem gera á fólki kleift að finna fyrir því þegar það snertir hluti í sýndar- og viðbótarveruleika. Tækniþróun þessi er ekki langt á veg komin en í tilkynningu frá Meta segir að hanskinn sé mjög efnilegur. Á undanförnum árum hafi teymið þróað framúrskarandi leiðir og lausnir til að halda vinnunni áfram. Forsvarsmenn Facebook breyttu nafni fyrirtækisins í Meta að hluta til vegna aukinn áherslu þeirra á eitthvað sem kallað er „metaverse“ og hefur verið líkt við næstu kynslóð internetsins. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, hefur lýst „metaverse“ sem sýndarveruleikaumhverfi sem notendur geti farið inn í, í stað þess að horfa á það á skjá. Þar sem fólk getur „hist“ og leikið sér eða unnið með sýndarveruleikagleraugum, viðbótarveruleikagleraugum, snjallsímum eða öðrum tækjum. Meta hefur lagt mikla áherslu á þróun sýndarveruleikatækni sem hófst árið 2014 þegar Meta keypti sýndarveruleikafyrirtækið Oculus. Hanskarnir sem opinberaðir voru í dag myndu falla eins og flís við rass inn í þessa sviðsmynd sem Zuckerberg hefur lýst. Meta birti í dag myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að virka. Þessir hanskar þyrftu að notast við mikinn fjölda smárra mótora, sem hreyfast í takt við það sem gerist í sýndarheimum. Til að draga úr hitamyndun datt verkfræðingum Reality Labs í hug að þróa nýja gerð mjúkra mótora sem geti breytt um lögun í takt við hvað verið er að gera með hanskanum. Meta segir að á undanförnum tveimur árum hafi mikill árangur náðst í þeirri þróun sem byggi meðal annars á agnarsmáum loftdælum og flögum sem stýri loftþrýstingi. Áhugasamir geta séð frekari og tæknilegri upplýsingar um hanskana hér á vef Meta. Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig hanskarnir eiga að nota loftdælur.
Tækni Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira