Dr. Football telur að það þurfi að fækka fótboltafélögum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Víkingur og KR voru tvö efstu Reykjavíkurfélögin í Pepsi Max deildinni í ár. Hér eigast KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson og Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson við. Vísir/Hulda Margrét Hjörvar Hafliðason, eigandi hlaðvarpsins Dr. Football og knattspyrnusérfræðingur, hefur ákveðnar skoðanir á því sem þarf að gerast í íslenskri knattspyrnu svo að íslenskir knattspyrnukarlar fari aftur að ná árangri. Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR. Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira