Fjölgar í foreldrahúsum Eiður Þór Árnason skrifar 18. nóvember 2021 09:58 Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44