Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 18. nóvember 2021 22:57 Haukar og Valur skiptu stigunum á milli sín í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Haukar sitja enn á toppi olís deildarinnar eftir að hafa gert jafntefli, 26-26, við Val í leik í 10. umferðinni sem fram fór fyrr í kvöld á Ásvöllum. Valur situr í öðru sæti, einu stigi á eftir Haukum. Haukar voru með yfirhödina stærstan hluta leiksins en Valur var sorglega nálægt því að sigra leikinn er þeir komust yfir með einu marki á síðustu mínútu. Tjörvi Þorgeirsson jafnaði þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum og var því jafntefli niðurstaðan. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en mikil yfirvegun var yfir báðum liðum þegar flautað var til leiks. Haukar náðu strax ágætis forystu en eftir rúman fimm mínútna leik var staðan 4-2 fyrir þeim. Valsmenn héldu sér þó þétt við hælana á þeim en áttu í talsverðum eltingarleik við Haukana bróðurhluta leiksins. Á 17. mínútu misstu Haukar boltann og fengu Valsmenn hraðaupphlaup sem Benedikt Óskar Óskarsson nýtti sér og jafnaði hann metin, 7-7. Aðeins þremur mínútum síðar ná Valsmenn forystu í fyrsta skipti í leiknum. Haukar voru þó ekki lengi að snúa við blaðinu en þeir höfðu aftur náð forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir að fyrri hálfleik. Við það misstu Valsmennirnir leikinn aftur niður og var staðan 15-12 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikuri var flautaður af. Haukarnir gáfu allt í við upphaf síðari hálfleiks og komu þeir sér í sex marka forystu þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Valsararnir höfðu þó ekki gefið upp öndina því á 51. mínútu tókst þeim að jafna stöðuna í 23-23. Þorgils Jón Svölu Baldvinsson fékk dæmda á sig sína þriðju brottvísun og þar með útilokun, rétt eftir að Valsmenn höfðu jafnað leikinn. Misstu þeir stöðuna aftur niður en þeim tókst þó að jafna á ný er liðið varð fullskipað. Staðan 25-25 og tæpar tvær mínútur til leiksloka. Arnóri Snæ Óskarssyni tókst að koma Valsmönnum yfir og tæp mínúta eftir. Haukarnir héldu í sókn en töpuðu boltanum og Valsmenn þar með komnir aftur í sókn og gátu komið sér í tveggja marka forystu. Aðeins örfáar sekúndur voru eftir á klukkunni og var Snorri Steinn, þjálfari Vals, tilbúinn að taka leikhlé. Sem kom of seint því í þann mund var boltinn dæmdur af Val. Með 20 sekúndur voru eftir á klukkunni héldu Haukarnir í sókn og tókst þeim að jafna leikinn þegar Tjörvi Þorgeirsson skoraði. Leikhléið frá Snorra Steini kom en aðeins tvær sekúndur eftir á klukkunni. Tryggvi Garðar tók skotið frá miðjum vellinum en hafði það lítið að segja því leiktíminn rann út og leikurinn endaði í jafntefli, staðan 26-26. Afhverju varð jafntefli? Í raun hefðu stigin tvö getað endað hjá öðru hvoru liðinu. Haukarnir áttu virkilega agaðan leik, mættu grimmir og spiluðu heilt yfir mjög góðan handbolta. Það skilaði þeim forystu stærstan hluta leiksins. Valsmenn áttu marga virkilega góða kafla en áhlaupin þeirra voru engu lík. Þeim tókst að snúa stöðunni úr 20-15 í 23-23 á aðeins ellefu mínútum og eftir að hafa verið undir allan síðari hálfleik tókst þeim að vera í eins marks forystu þar til á allra síðustu sekúndum. Hverjir stóðu upp úr? Heimir Óli Heimisson átti virkilega góðan leik fyri Hauka í dag en hann skoraði sex mörk og var þar með markahæstur fyrir sitt lið. Hann spilaði einnig virkilega góða vörn í dag. Tjörvi Þorgeirsson var næst markahæstur hjá Haukum með fjögur mörk en hann skoraði einnig jöfnunarmark Hauka. Arnór Snær Óskarsson var frábær í Valsliðinu í dag en hann skoraði sex mörk. Hann átti stóran þátt í því að liðið hafi haldið sér á lífi í síðari hálfleik. Bróðir hans, Benedikt Óskar Óskarsson átti einnig mjög góðan leik í dag en hann skoraði einnig sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson spilaði vel í marki Vals en hann varði marga mikilvæga bolta í leiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið sýndu sínar góðu hliðar og slæmu hliðar í dag. Heilt yfir var nokkuð mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Tapaðir boltar voru líka áberandi. Eins og fram hefur komið hefði niðurstaðan getað endað hvernig sem er miðað við hversu virkilega kaflaskiptur leikurinn var. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næstkomandi munu Haukarnir gera sér ferð norður þar sem þeir mæta KA. Á mánudeginum fá Valsmenn síðan mosfellingana í Aftureldingu í heimsókn í Origi höllina. Verða báðir leikirnir sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Aron Kristjánsson: Það var algjör óþarfi, finnst mér, að missa niður þetta forskot Aron Kristjánsson var eðlilega svekktur með að missa niður forskotið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var nátturlega bara hörku leikur og var hann frekar jafn í byrjun, þó við höfum nú verið aðeins með frumkvæðið. Við erum svo yfir með þremur mörkum í hálfleik. Það vantaði samt sem áður herslumuninn varnarleika. Þeir skoruðu stundum þegar þeir voru að koma seint í sóknir, þeir keyrðu líka nokkrum sinnum vel í bakið á okkur þegar við vorum búnir að skora.“ Sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn. Haukar höfðu komið sér í virkilega góða forystu, 20-15, rétt um miðbik síðari hálfleiks en fengu á sig áhlaup frá Valsmönnum og misstu stöðuna í 23-23 á tíu mínútum. „Í seinni hálfleik misnotum við nokkur mjög góð færi sem gefur þeim tækifæri til þess að minnka muninn. Þegar við vorum komnir fimm mörkum yfir finnst mér við aðeins gefa eftir. En það þarf ekki að gefa eftir nema um nokkur prósent og þá er búið að sækja á þig. Við klikkum á nokkrum góðum mörkum, fáum á okkur mörk í staðinn og þá er þetta allt í einu orðinn leikur. Það var algjör óþarfi, finnst mér, að missa niður þetta forskot. En við náum að taka stig úr leiknum.“ „Þetta eru ekki nema bara einhver 5% sem við missum niður í einbeitingu þar sem menn finnast þeir vera í einhverri þægilegri stöðu, fimm mörkum yfir. Valur átti erfitt með að skora á þessu tímabili. Bara með því að gefa aðeins eftir eru þeir fljótir að finna glufur á vörninni okkar. Þá förum við að klúðra á markmanninn. Þetta er fljótt að breytast í svona leik og það er það sem mér finnst hafa gerst.“ „Við eigum KA fyrir norðan á sunnudaginn. Það verður erfiður leikur og svo erum við að fara í evrópuleiki. Það er þétt prógram hjá okkur en það er bara skemmtilegt.“ Olís-deild karla Haukar Valur
Haukar sitja enn á toppi olís deildarinnar eftir að hafa gert jafntefli, 26-26, við Val í leik í 10. umferðinni sem fram fór fyrr í kvöld á Ásvöllum. Valur situr í öðru sæti, einu stigi á eftir Haukum. Haukar voru með yfirhödina stærstan hluta leiksins en Valur var sorglega nálægt því að sigra leikinn er þeir komust yfir með einu marki á síðustu mínútu. Tjörvi Þorgeirsson jafnaði þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum og var því jafntefli niðurstaðan. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en mikil yfirvegun var yfir báðum liðum þegar flautað var til leiks. Haukar náðu strax ágætis forystu en eftir rúman fimm mínútna leik var staðan 4-2 fyrir þeim. Valsmenn héldu sér þó þétt við hælana á þeim en áttu í talsverðum eltingarleik við Haukana bróðurhluta leiksins. Á 17. mínútu misstu Haukar boltann og fengu Valsmenn hraðaupphlaup sem Benedikt Óskar Óskarsson nýtti sér og jafnaði hann metin, 7-7. Aðeins þremur mínútum síðar ná Valsmenn forystu í fyrsta skipti í leiknum. Haukar voru þó ekki lengi að snúa við blaðinu en þeir höfðu aftur náð forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir að fyrri hálfleik. Við það misstu Valsmennirnir leikinn aftur niður og var staðan 15-12 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikuri var flautaður af. Haukarnir gáfu allt í við upphaf síðari hálfleiks og komu þeir sér í sex marka forystu þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Valsararnir höfðu þó ekki gefið upp öndina því á 51. mínútu tókst þeim að jafna stöðuna í 23-23. Þorgils Jón Svölu Baldvinsson fékk dæmda á sig sína þriðju brottvísun og þar með útilokun, rétt eftir að Valsmenn höfðu jafnað leikinn. Misstu þeir stöðuna aftur niður en þeim tókst þó að jafna á ný er liðið varð fullskipað. Staðan 25-25 og tæpar tvær mínútur til leiksloka. Arnóri Snæ Óskarssyni tókst að koma Valsmönnum yfir og tæp mínúta eftir. Haukarnir héldu í sókn en töpuðu boltanum og Valsmenn þar með komnir aftur í sókn og gátu komið sér í tveggja marka forystu. Aðeins örfáar sekúndur voru eftir á klukkunni og var Snorri Steinn, þjálfari Vals, tilbúinn að taka leikhlé. Sem kom of seint því í þann mund var boltinn dæmdur af Val. Með 20 sekúndur voru eftir á klukkunni héldu Haukarnir í sókn og tókst þeim að jafna leikinn þegar Tjörvi Þorgeirsson skoraði. Leikhléið frá Snorra Steini kom en aðeins tvær sekúndur eftir á klukkunni. Tryggvi Garðar tók skotið frá miðjum vellinum en hafði það lítið að segja því leiktíminn rann út og leikurinn endaði í jafntefli, staðan 26-26. Afhverju varð jafntefli? Í raun hefðu stigin tvö getað endað hjá öðru hvoru liðinu. Haukarnir áttu virkilega agaðan leik, mættu grimmir og spiluðu heilt yfir mjög góðan handbolta. Það skilaði þeim forystu stærstan hluta leiksins. Valsmenn áttu marga virkilega góða kafla en áhlaupin þeirra voru engu lík. Þeim tókst að snúa stöðunni úr 20-15 í 23-23 á aðeins ellefu mínútum og eftir að hafa verið undir allan síðari hálfleik tókst þeim að vera í eins marks forystu þar til á allra síðustu sekúndum. Hverjir stóðu upp úr? Heimir Óli Heimisson átti virkilega góðan leik fyri Hauka í dag en hann skoraði sex mörk og var þar með markahæstur fyrir sitt lið. Hann spilaði einnig virkilega góða vörn í dag. Tjörvi Þorgeirsson var næst markahæstur hjá Haukum með fjögur mörk en hann skoraði einnig jöfnunarmark Hauka. Arnór Snær Óskarsson var frábær í Valsliðinu í dag en hann skoraði sex mörk. Hann átti stóran þátt í því að liðið hafi haldið sér á lífi í síðari hálfleik. Bróðir hans, Benedikt Óskar Óskarsson átti einnig mjög góðan leik í dag en hann skoraði einnig sex mörk. Björgvin Páll Gústavsson spilaði vel í marki Vals en hann varði marga mikilvæga bolta í leiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið sýndu sínar góðu hliðar og slæmu hliðar í dag. Heilt yfir var nokkuð mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Tapaðir boltar voru líka áberandi. Eins og fram hefur komið hefði niðurstaðan getað endað hvernig sem er miðað við hversu virkilega kaflaskiptur leikurinn var. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn næstkomandi munu Haukarnir gera sér ferð norður þar sem þeir mæta KA. Á mánudeginum fá Valsmenn síðan mosfellingana í Aftureldingu í heimsókn í Origi höllina. Verða báðir leikirnir sýndir í beinni á Stöð 2 Sport. Aron Kristjánsson: Það var algjör óþarfi, finnst mér, að missa niður þetta forskot Aron Kristjánsson var eðlilega svekktur með að missa niður forskotið í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var nátturlega bara hörku leikur og var hann frekar jafn í byrjun, þó við höfum nú verið aðeins með frumkvæðið. Við erum svo yfir með þremur mörkum í hálfleik. Það vantaði samt sem áður herslumuninn varnarleika. Þeir skoruðu stundum þegar þeir voru að koma seint í sóknir, þeir keyrðu líka nokkrum sinnum vel í bakið á okkur þegar við vorum búnir að skora.“ Sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn. Haukar höfðu komið sér í virkilega góða forystu, 20-15, rétt um miðbik síðari hálfleiks en fengu á sig áhlaup frá Valsmönnum og misstu stöðuna í 23-23 á tíu mínútum. „Í seinni hálfleik misnotum við nokkur mjög góð færi sem gefur þeim tækifæri til þess að minnka muninn. Þegar við vorum komnir fimm mörkum yfir finnst mér við aðeins gefa eftir. En það þarf ekki að gefa eftir nema um nokkur prósent og þá er búið að sækja á þig. Við klikkum á nokkrum góðum mörkum, fáum á okkur mörk í staðinn og þá er þetta allt í einu orðinn leikur. Það var algjör óþarfi, finnst mér, að missa niður þetta forskot. En við náum að taka stig úr leiknum.“ „Þetta eru ekki nema bara einhver 5% sem við missum niður í einbeitingu þar sem menn finnast þeir vera í einhverri þægilegri stöðu, fimm mörkum yfir. Valur átti erfitt með að skora á þessu tímabili. Bara með því að gefa aðeins eftir eru þeir fljótir að finna glufur á vörninni okkar. Þá förum við að klúðra á markmanninn. Þetta er fljótt að breytast í svona leik og það er það sem mér finnst hafa gerst.“ „Við eigum KA fyrir norðan á sunnudaginn. Það verður erfiður leikur og svo erum við að fara í evrópuleiki. Það er þétt prógram hjá okkur en það er bara skemmtilegt.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti