Flugiðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 07:00 John Strickton er breskur flugmálasérfræðingur sem á ráðgjarfstofuna JLS Consulting. Hann hefur unnið talsvert með íslenskum aðilum í flugiðnaðinum; náið með Isavia og hélt í byrjun mánaðar erindi um framtíð flugiðnaðarins á fjárfestadegi PLAY. vísir/óttar Tækni til orkuskipta í flugiðnaðinum verður ólíklega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo áratugi að sögn bresks flugmálasérfræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga allverulega úr losun lofttegunda sem eru skaðlegar fyrir umhverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda aðgerðum til þess í framkvæmd. „Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að ná umbótum í gegn strax, sem gætu sparað 20 til 30 prósent í losun miðað við það sem var í venjulegu árferði árið 2019,“ segir John Strickland, flugmálasérfræðingur og eigandi ráðgjafarstofunnar JLS Consulting, í samtali við Vísi. Hann nefnir sem dæmi evrópska flugumferðarstjórnunarverkefnið OpenSky sem hefur verið í þróun síðustu tvo til þrjá áratugi. Því er ætlað að einfalda umferðarstjórnun og samræma allt leiðakerfið til að koma í veg fyrir að flugvélar séu lengur í loftinu en þær þurfa að vera. „Þetta kæmi í veg fyrir að vélar hringsóli til dæmis um flugvelli að bíða eftir að fá að lenda. Bæði þekkingin og getan til þess að hrinda þessu í framkvæmd eru til staðar en þetta hefur strandað á pólitíkinni,“ segir John. „Okkur hefur skort pólitískan vilja til að keyra þetta hratt í gegn. En staðreyndin er sú að þó við getum ekki komið á orkuskiptum á allra næstu árum þá væri samt hægt að draga losunina mikið saman.“ Flugiðnaður gæti dregið mjög úr losun ef pólitískur vilji væri fyrir hendi að sögn Johns.vísir/vilhelm Orkuskiptin erfið fyrir flugvélar En hversu langt er í orkuskipti í flugiðnaðinum? „Það hefur ekki sést mikil framför í þróun á vélum sem ganga fyrir rafmagni nema í allra minnstu vélunum. Vandamálið er það að rafhlöður í stórar vélar eru allt of þungar, raunar margfalt þyngri en vélarnar sjálfar,“ segir John. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er rafhlaða sem dugar flutningavél af gerð Boeing 747-300 í fimm klukkutíma langt flug til dæmis næstum sjö sinnum þyngri en vélin sjálf þegar hún er full af flugvélaeldsneyti. „Það segir sig sjálft að það er ekki praktískt að ráðast í slík skipti. Og þá erum við ekki einu sinni farin að ræða öryggisvandamálin sem geta fylgt rafknúnum vélum; það getur til dæmis kviknað auðveldlega í liþínrafhlöðum.“ Og þá er það vandinn við vetnisframleiðsluna, að sögn Johns. Hún sé flókin og sjálf háð ákveðnum umhverfis- og öryggisvandamálum. Það sé þó raunhæfara að stærri vélar fari að ganga fyrir vetni áður en þær geta gengið fyrir rafmagni. John hélt erindi á fjárfestadegi flugfélagsins Play í byrjun mánaðar en í honum kom hann inn á mögulega framtíðarþróun orkuskipta í flugi: Glæra úr kynningu Johns. Taflan er unnin upp úr gögnum Air Transport Action Group en eins og sést á henni má ekki vænta orkuskipta í almennu millilandaflugi fyrr en eftir allavega einn til tvo áratugi.John Strickland Eins og sést á myndinni er ekki gert ráð fyrir rafvæðingu farþegaflugvéla, sem eru stærri en 100 sæta, fyrir árið 2050 þó möguleikinn á að vélar af slíkri stærð geti gengið fyrir vetni verði líklega mögulegur undir lok næsta áratugar, eftir 15 til 20 ár. Minni skatta og fleiri styrki „En á þessum áratug væri þó hægt að skipta yfir í sjálfbær flugvélaeldsneyti, sem virka á vélarnar eins og þær eru hannaðar núna án þess að það þurfi að þróa nýjan búnað í þær eða breyta þeim á nokkurn hátt,“ segir John. Þessi sjálfbæru eldsneyti (e. sustainable aviation fuels) eru merkt sem SAF í töflunni á myndinni hér að ofan og eins og hún sýnir væri hægt að nota þau á allar gerðir flugvéla strax í dag. „Þetta er eldsneyti sem er búið til úr úrgangi, matarolíum, matarleifum og fleiru. Og kolefnislosunin sem sparast við framleiðsluna á þessu er talsvert mikið meiri en sú sem flugvélin eyðir í flugi sínu. Þannig þetta myndi gera mjög mikið fyrir umhverfið til viðbótar við það sem ég nefndi með bætta umferðarstjórnun, sem myndi draga úr losun véla um 20 til 30 prósent,“ segir John. Möguleikar flugiðnaðarins til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn loftslagsvandanum séu því algjörlega fyrir hendi. Stjórnvöld verði hins vegar að leggja meira á sig til að koma þessum breytingum í gegn. „Það hefur verið rík tilhneiging hjá stjórnvöldum um heim allan að leggja frekar skatta á iðnaðinn, sem er mjög vond leið til að minnka flugumferð,“ segir John. vísir/óttar „Í fyrsta lagi þá virkar þetta ekki alltaf og fólk flýgur þrátt fyrir hærri verð. Og svo leiðir þetta bara til aukinna tekna fyrir ríkissjóði víða um heim, sem eru síðan aldrei nýttar til að styðja við umhverfisvæna þróun iðnaðarins.“ Hann segir að stjórnvöld verði að sjá tækifærin í slíkri grænni fjárfestingu og tekur Ísland sem dæmi: „Þið fóruð til dæmis að fjárfesta í hreinni varmaorku og hefur tekist að dreifa þeirri reynslu og þekkingu um allan heim. Núna þurfum við að fá stjórnvöld til að átta sig á því að það fylgja því tækifæri að fjárfesta í grænni framtíð flugiðnaðarins,“ segir hann. John segir það algeran og algengan misskilning að fólk í flugiðnaðinum vilji ekki stuðla að minni losun og skila sínu í baráttunni við loftslagsvandann. „Ég heyri fólk oft tala eins og fólk í flugiðnaðinum sé ekki mennskt. Við séum af annarri tegund eða eitthvað. Ég segi við það að þetta sé allt venjulegt fólk sem vinni í þessum iðnaði. Fólk sem vill líka örugga framtíð… Við eigum öll vini, fjölskyldu og börn. Það er hagur allra að vinna saman þegar kemur að loftslagsmálum,“ segir John Strickland. Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Þróar samflug flugvéla byggt á oddaflugi fugla Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. 18. nóvember 2019 11:26 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að ná umbótum í gegn strax, sem gætu sparað 20 til 30 prósent í losun miðað við það sem var í venjulegu árferði árið 2019,“ segir John Strickland, flugmálasérfræðingur og eigandi ráðgjafarstofunnar JLS Consulting, í samtali við Vísi. Hann nefnir sem dæmi evrópska flugumferðarstjórnunarverkefnið OpenSky sem hefur verið í þróun síðustu tvo til þrjá áratugi. Því er ætlað að einfalda umferðarstjórnun og samræma allt leiðakerfið til að koma í veg fyrir að flugvélar séu lengur í loftinu en þær þurfa að vera. „Þetta kæmi í veg fyrir að vélar hringsóli til dæmis um flugvelli að bíða eftir að fá að lenda. Bæði þekkingin og getan til þess að hrinda þessu í framkvæmd eru til staðar en þetta hefur strandað á pólitíkinni,“ segir John. „Okkur hefur skort pólitískan vilja til að keyra þetta hratt í gegn. En staðreyndin er sú að þó við getum ekki komið á orkuskiptum á allra næstu árum þá væri samt hægt að draga losunina mikið saman.“ Flugiðnaður gæti dregið mjög úr losun ef pólitískur vilji væri fyrir hendi að sögn Johns.vísir/vilhelm Orkuskiptin erfið fyrir flugvélar En hversu langt er í orkuskipti í flugiðnaðinum? „Það hefur ekki sést mikil framför í þróun á vélum sem ganga fyrir rafmagni nema í allra minnstu vélunum. Vandamálið er það að rafhlöður í stórar vélar eru allt of þungar, raunar margfalt þyngri en vélarnar sjálfar,“ segir John. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er rafhlaða sem dugar flutningavél af gerð Boeing 747-300 í fimm klukkutíma langt flug til dæmis næstum sjö sinnum þyngri en vélin sjálf þegar hún er full af flugvélaeldsneyti. „Það segir sig sjálft að það er ekki praktískt að ráðast í slík skipti. Og þá erum við ekki einu sinni farin að ræða öryggisvandamálin sem geta fylgt rafknúnum vélum; það getur til dæmis kviknað auðveldlega í liþínrafhlöðum.“ Og þá er það vandinn við vetnisframleiðsluna, að sögn Johns. Hún sé flókin og sjálf háð ákveðnum umhverfis- og öryggisvandamálum. Það sé þó raunhæfara að stærri vélar fari að ganga fyrir vetni áður en þær geta gengið fyrir rafmagni. John hélt erindi á fjárfestadegi flugfélagsins Play í byrjun mánaðar en í honum kom hann inn á mögulega framtíðarþróun orkuskipta í flugi: Glæra úr kynningu Johns. Taflan er unnin upp úr gögnum Air Transport Action Group en eins og sést á henni má ekki vænta orkuskipta í almennu millilandaflugi fyrr en eftir allavega einn til tvo áratugi.John Strickland Eins og sést á myndinni er ekki gert ráð fyrir rafvæðingu farþegaflugvéla, sem eru stærri en 100 sæta, fyrir árið 2050 þó möguleikinn á að vélar af slíkri stærð geti gengið fyrir vetni verði líklega mögulegur undir lok næsta áratugar, eftir 15 til 20 ár. Minni skatta og fleiri styrki „En á þessum áratug væri þó hægt að skipta yfir í sjálfbær flugvélaeldsneyti, sem virka á vélarnar eins og þær eru hannaðar núna án þess að það þurfi að þróa nýjan búnað í þær eða breyta þeim á nokkurn hátt,“ segir John. Þessi sjálfbæru eldsneyti (e. sustainable aviation fuels) eru merkt sem SAF í töflunni á myndinni hér að ofan og eins og hún sýnir væri hægt að nota þau á allar gerðir flugvéla strax í dag. „Þetta er eldsneyti sem er búið til úr úrgangi, matarolíum, matarleifum og fleiru. Og kolefnislosunin sem sparast við framleiðsluna á þessu er talsvert mikið meiri en sú sem flugvélin eyðir í flugi sínu. Þannig þetta myndi gera mjög mikið fyrir umhverfið til viðbótar við það sem ég nefndi með bætta umferðarstjórnun, sem myndi draga úr losun véla um 20 til 30 prósent,“ segir John. Möguleikar flugiðnaðarins til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn loftslagsvandanum séu því algjörlega fyrir hendi. Stjórnvöld verði hins vegar að leggja meira á sig til að koma þessum breytingum í gegn. „Það hefur verið rík tilhneiging hjá stjórnvöldum um heim allan að leggja frekar skatta á iðnaðinn, sem er mjög vond leið til að minnka flugumferð,“ segir John. vísir/óttar „Í fyrsta lagi þá virkar þetta ekki alltaf og fólk flýgur þrátt fyrir hærri verð. Og svo leiðir þetta bara til aukinna tekna fyrir ríkissjóði víða um heim, sem eru síðan aldrei nýttar til að styðja við umhverfisvæna þróun iðnaðarins.“ Hann segir að stjórnvöld verði að sjá tækifærin í slíkri grænni fjárfestingu og tekur Ísland sem dæmi: „Þið fóruð til dæmis að fjárfesta í hreinni varmaorku og hefur tekist að dreifa þeirri reynslu og þekkingu um allan heim. Núna þurfum við að fá stjórnvöld til að átta sig á því að það fylgja því tækifæri að fjárfesta í grænni framtíð flugiðnaðarins,“ segir hann. John segir það algeran og algengan misskilning að fólk í flugiðnaðinum vilji ekki stuðla að minni losun og skila sínu í baráttunni við loftslagsvandann. „Ég heyri fólk oft tala eins og fólk í flugiðnaðinum sé ekki mennskt. Við séum af annarri tegund eða eitthvað. Ég segi við það að þetta sé allt venjulegt fólk sem vinni í þessum iðnaði. Fólk sem vill líka örugga framtíð… Við eigum öll vini, fjölskyldu og börn. Það er hagur allra að vinna saman þegar kemur að loftslagsmálum,“ segir John Strickland.
Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Þróar samflug flugvéla byggt á oddaflugi fugla Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. 18. nóvember 2019 11:26 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þróar samflug flugvéla byggt á oddaflugi fugla Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. 18. nóvember 2019 11:26
Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00