Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:31 Vísir Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Síðustu ár hafa einu sinni eða oftar í hverjum mánuði birst fréttir of miklum þunga á bráðamóttöku Landspítalans Fyrirsagnirnar vísa iðulega til þungrar stöðu eða of mikils álags. Í gær birtist ákall frá spítalanum þar sem vakin var enn á ný athygli á miklu álagi á bráðamóttökunni. Þá ræddi fréttastofa við hjúkrunarfræðing þar sem hafði nýlokið við að segja upp stöðu sinni á vegna ástandsins. Fleiri hafa sagt upp vegna þess en síðustu tvo sólarhringa hafa fjórir aðrir hjúkrunarfræðingar sagt upp á deildinni. Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri er farin að efast um að deildin eigi sér framtíð. „Það er ekki hægt að sjá hvernig þetta eigi að ganga svona áfram og miðað við þær uppsagnir sem ég er að fá núna og heyri að séu í bígerð. Ég er ekkert viss um að við getum rekið hér bráðamóttöku 1. mars þegar uppsagnarfrestur þessara aðila er liðinn,“ segir Helga Rósa. Marta Jóns Hjördísardóttir formaður fagráðs spítalans segir að þetta ástand sé komið til löngu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. „Auðvitað eru að koma inn uppsagnir af því við getum þetta ekki lengur. Fólk getur ekki unnið við svona þungar aðstæður í svona langan tíma. Hjúkrunarfræðingar eru með þannig menntun að þeir geta víða gengi í önnur störf,“ segir Marta. Um 180 manns leita á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á degi hverjum að meðaltali. Þær Helga Rósa og Marta segja að yfirleitt sé deildin full af sjúklingum fyrir og því afar erfitt að koma fólki fyrir, hvað þá að sinna því svo vel sé. „Það segir sig sjálft að ef þú ert með of marga bolta á lofti þá ertu líklegri til að missa af einhverjum bolta. Við erum stöðugt að benda á þetta og það er þess vegna sem að fólk treystir sér ekki lengur til að vinna við þessar aðstæður. Hjúkrunarfræðingar geta ekki lengur mætt á vaktir í þessu álagi og ástandi sem deildin er í,“ segir Helga Rósa. Marta segir um að ræða víðtækan vanda. „Vandamálið á bráðamóttökunni endurspeglar vandann annars staðar. Fólk er lengi þar því það kemst ekki á aðrar deildir. Á deildunum er nefnilega fólk fyrir sem kemst heldur ekki áfram í önnur úrræði, hvort sem það er heim eða á aðrar stofnanir. Það er því ekki hægt að leysa þetta með einhverju einföldu úrræði eða með því að ráða fleira fólk. Það þurfa margir að leggjast á eitt til að leysa úr þessu máli,“ segir Marta.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05 Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31 Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Lækna-Tómas kallar eftir neyðarstjórn yfir Landspítalanum Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, kallar eftir því að neyðarstjórn verði skipuð yfir Landspítalann. Hann segir stöðuna grafalvarlega á spítalanum. 18. nóvember 2021 20:05
Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. 18. nóvember 2021 09:31
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58