Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Fimm hafa sagt upp. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxtahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Við förum yfir málið í fréttatímanum.

Þá segjum við frá því að það hyllir undir lokaniðurstöðu undirbúningskjörbréfanefndar sem vinnur að tveimur tillögum varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi. Við ræðum málið við Birgi Ármannsson formann undirbúningskjörbréfanefndar í beinni útsendingu.

Við segjum jafnframt frá því að flutningur verslunar ÁTVR í Austurstræti falla ekki í kramið hjá viðskiptavinunum en til greina kemur að færa hana í annað hverfi. Þá verðum við í beinni frá Selfossi þar sem jólaljósin verða tendruð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×