Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Tilfærslurnar yllu mismiklum viðbrigðum fyrir viðskiptavini. Vísir/Ragnar ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira