Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Tilfærslurnar yllu mismiklum viðbrigðum fyrir viðskiptavini. Vísir/Ragnar ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira