Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni? Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2021 11:30 Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Verðbólgan hefur náð sér á strik undanfarna mánuði. Hún mældist 4,5% í síðasta mánuði og ýmsar spár gera ráð fyrir að hún verði um eða yfir 5% í þessum mánuði. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út í vikunni, er því spáð að verðbólga verði yfir 4% langt fram á næsta ár, með öðrum orðum vel yfir markmiði bankans um 2,5%. Hækkanir á húsnæðismarkaði vega sem fyrr þungt í verðbólgunni, en sömuleiðis er talsverð innflutt verðbólga eins og það er kallað, ekki sízt vegna gífurlegra hækkana á flutningskostnaði og hrávöruverði á alþjóðamörkuðum, sem eru flestar með beinum eða óbeinum hætti afleiðing heimsfaraldursins. Birgjar margra innflutningsfyrirtækja hafa hækkað verð og verð á aðföngum til innlendrar framleiðslu hafa sömuleiðis hækkað mikið. Þótt fyrirtæki leggi mikið á sig til að finna leiðir til að lækka annan kostnað og komast hjá því að velta hækkunum út í verðlagið, verður ekki horft framhjá þessari alþjóðlegu þróun. Verðbólgan skerðir hag jafnt fyrirtækja og almennings. Sama á við um vaxtahækkanir, sem eru helzta tæki Seðlabankans til að hafa hemil á verðbólgunni. Stytt í verndaraðgerð fyrir innlenda framleiðendur Við þessar aðstæður ættu stjórnvöld því væntanlega að gera allt sem þau geta til að halda verðlagi niðri. Sumar ákvarðanir þeirra hafa þó áhrif í þveröfuga átt. Undir lok síðasta árs ákvað Alþingi til dæmis að breyta nýju fyrirkomulagi við útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, sem hafði reynzt neytendum til hagsbóta, tímabundið aftur til fyrra horfs. Breytingin var gerð í þeim yfirlýsta tilgangi að hækka verð á innfluttum búvörum og auðvelda þar með innlendum framleiðendum að halda uppi verði á sinni vöru. Þetta óhagstæða útboðsfyrirkomulag á að gilda fram í ágúst á næsta ári. Þegar Alþingi kemur saman hefur það tækifæri til að stytta þann tíma og stuðla þannig að lækkun verðlags. Efnt loforðin um hagstæðara regluverk og skattaumhverfi Allir ríkisstjórnarflokkarnir gáfu fyrirheit fyrir kosningar um einfaldara og hagstæðara regluverk og skattaumhverfi fyrirtækja, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru. Mest myndi fyrirtækin muna um lækkun á tryggingagjaldinu sem lagt er á launagreiðslur. Þegar þingið kemur saman til að afgreiða fjárlagafrumvarp hefur stjórnarmeirihlutinn tækifæri til að efna kosningaloforðin og létta reglubyrði og álögum af fyrirtækjunum. Það myndi auðvelda þeim að velta ekki kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Lækkað fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Líkt og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á, eru sveitarfélögin ekki stikkfrí í umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Þau hafa innheimt milljarða á milljarða ofan í aukna skatta af fyrirtækjum vegna hækkana fasteignamats, sem fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru reiknaðir af. Þannig hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækjanna til sveitarfélaga um tæplega 70% á sex árum! Þótt sum sveitarfélög hafi orðið við áskorun Félags atvinnurekenda um að lækka álagningarprósentuna á næsta ári til að vega upp á móti hækkunum fasteignamats, virðist algengt að álagning fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í stærri sveitarfélögum landsins hækki um 7-8% á næsta ári, vel umfram verðbólgu. Frá því eru heiðarlegar undantekningar, eins og í Vestmannaeyjum þar sem tekjur bæjarins af atvinnuhúsnæði munu lækka á milli ára. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga hafa víðast hvar ekki verið afgreiddar og enn er tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn að axla ábyrgð og tryggja að hækkun skattbyrði fyritækja vegna atvinnuhúsnæðis verði hófleg. Það myndi líka hjálpa fyrirtækjunum að halda verðlagi stöðugu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun