De Bruyne fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi þegar hann snéri til baka eftir landsleikina með Belgum í undankeppni HM.
BREAKING: Kevin De Bruyne tests positive for Covid after returning from Belgium duty https://t.co/co57mE1YXc pic.twitter.com/eCeq6PheWE
— MailOnline Sport (@MailSport) November 19, 2021
Belgar unnu sinn riðil og eru öruggir með sæti á heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári.
De Bruyne spilaði í 1-1 jafntefli Belga við Wales á þriðjudaginn var en prófið var tekið daginn eftir.
Hann þarf nú að vera í einangrun í tíu daga.
De Bruyne missir af deildarleik á móti Everton um helgina en hann missir líka Meistaradeildarleik á móti Paris Saint Germain á miðvikudag sem og deildarleik á móti West Ham um næstu helgi.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti fréttirnar á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Everton.
Pep announces Kevin De Bruyne received a positive COVID-19 test while in Belgium and needs to quarantine for 10 days.
— B/R Football (@brfootball) November 19, 2021
City s games in the next 10 days:
vs. Everton
vs. PSG
vs. West Ham pic.twitter.com/XOv11HmnrI
De Bruyne var bólusettur og vonandi sleppur hann því við erfið veikindi. Það besta í stöðunni væri að hann nái sér í smá frí eftir mikið álag með City og belgíska landsliðinu í haust.
De Bruyne hefur ekki ná sér alveg nógu vel á strik í haust og hefur enn ekki gefið stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.