Barca vann 1-0 sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Xavi Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2021 22:00 Xavi var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Getty Barcelona goðsögnin Xavi Hernández stýrði liði Barcelona í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið fékk Espanyol í heimsókn í borgarslag í spænsku úrvalsdeildinni. Hefur ráðningin á Xavi gefið stuðningsmönnum félagsins nýja von eftir allar hörmungarnar sem dunið hafa á þessu spænska stórveldi undanfarið ár og var leiksins í kvöld því beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrri hálfleikur var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks var vítaspyrna dæmd til heimamanna. Memphis Depay fór á vítapunktinn og skoraði það sem reyndist eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 fyrir Barcelona. Góð byrjun í stjóratíð Xavi en Börsungar voru án sigurs í fjórum leikjum í röð áður en kom að leik kvöldsins. Fleytir sigurinn liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar en þeir eru átta stigum á eftir toppliði Sevilla. Spænski boltinn
Barcelona goðsögnin Xavi Hernández stýrði liði Barcelona í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið fékk Espanyol í heimsókn í borgarslag í spænsku úrvalsdeildinni. Hefur ráðningin á Xavi gefið stuðningsmönnum félagsins nýja von eftir allar hörmungarnar sem dunið hafa á þessu spænska stórveldi undanfarið ár og var leiksins í kvöld því beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrri hálfleikur var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks var vítaspyrna dæmd til heimamanna. Memphis Depay fór á vítapunktinn og skoraði það sem reyndist eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 fyrir Barcelona. Góð byrjun í stjóratíð Xavi en Börsungar voru án sigurs í fjórum leikjum í röð áður en kom að leik kvöldsins. Fleytir sigurinn liðinu upp í sjötta sæti deildarinnar en þeir eru átta stigum á eftir toppliði Sevilla.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti