Framleiddu sýndarveruleika í réttarsal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 07:00 Helga Margrét, Edit og Hafdís stofnuðu fyrirtækið Statum sem framleiðir vöruna Virtice sem er gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika notaður sem undirbúningur fyrir réttarhöld. Aðsent Vinkonurnar Hafdís Sæland, Helga Margrét Ólafsdóttir og Edit Ómarsdóttir stofnuðu fyrirtækið Statum sem framleiðir vöruna Virtice sem er gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika notaður sem undirbúningur fyrir réttarhöld. „Við vinkonurnar byrjuðum á Virtice sem lokaverkefni í tölvunarfræði í HR í janúar 2019. Við vildum búa til eitthvað sem kæmi virkilega að gagni og gæti hjálpað samfélaginu. Eftir miklar pælingar ákváðum við að gera verkefni sem tengdist sýndarveruleika og lögreglunni. Við fengum fund með þeim og komumst að því að mesta þörfin væri á sviði kynferðisbrota. Við ákváðum eftir mikla rannsóknavinnu að búa til gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika þar sem þolendur kynferðisafbrota gætu undirbúið sig með fagaðila áður en þeir færu fyrir dómstóla,“ segir Hafdís, sem starfar í sprotaþróun hjá Origo. Unnu til verðlauna í Gullegginu „Við erum mjög ánægðar hvernig til tókst og verkefnið hefur fengið mikla athygli. Þótt þetta væri lokaverkefni þá vissum við að við gætum ekki bara sett þetta ofan í skúffu, Virtice yrði að komast í notkun. Við ákváðum því að halda áfram. Við skráðum okkur í Gulleggið 2019 og unnum til verðlauna fyrir bestu stafrænu lausnina. Gulleggið hjálpaði okkur mjög mikið með áframhaldandi þróun og við þurftum að ákveða marga hluti hratt en þar ákváðum við til dæmis nafnið á fyrirtækinu og á vörunni en Virtice stendur fyrir Virtual justice. Við fengum einnig verðlaun sem Frumkvöðlar ársins 2020 hjá Nordic Women in Tech Awards. En þau veita þeim konum verðlaun sem þau telja vera fyrirmyndir í tæknisenunni á Norðurlöndunum. Við vorum einnig tilnefndar til Global Startup Awards í fyrra og nú í ár fyrir Virtice lausnina. Okkur þykir þetta mikill heiður og erum afskaplega stoltar að hafa fengið svona góð viðbrögð,“ segir Hafdís. Hún segir að þær vinkonur hafi stofnað fyrirtækið Statum í kringum Virtice lausnina. „Þetta hefur verið mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni. Þegar unnið er að sýndarveruleika þá þarf allt að vera mjög raunverulegt. Við vorum í miklum samskiptum við lögfræðinga, sálfræðinga og dómara. Virtice er nákvæm eftirlíking af sal 402 í Héraðsdóm Reykjavíkur. Við fórum þangað og tókum myndir af salnum og öllum hlutunum sem eru þar inni. Við tókum einnig upp hljóð til þess að hafa Virtice sem raunverulegastan. Mér finnst gaman að vinna að nýsköpun og frumkvöðlastarfi og ég get nýtt mína þekkingu vel í mínu starfi hjá Origo á sviði sprotaþróunar. Við vonumst til að Virtice verði tekinn í notkun á næstu mánuðum. Það er sannarlega stefnan. Við erum að skoða ýmislegt. Við höfum verið í miklum og góðum samskiptum við Ríkislögreglustjóra með lausnina. Það eru mjög áhugaverðir og spennandi hlutir framundan með Virtice,“ segir Hafdís enn fremur. Kynferðisofbeldi Dómstólar Nýsköpun Háskólar Tengdar fréttir Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum. 14. maí 2019 19:00 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Við vinkonurnar byrjuðum á Virtice sem lokaverkefni í tölvunarfræði í HR í janúar 2019. Við vildum búa til eitthvað sem kæmi virkilega að gagni og gæti hjálpað samfélaginu. Eftir miklar pælingar ákváðum við að gera verkefni sem tengdist sýndarveruleika og lögreglunni. Við fengum fund með þeim og komumst að því að mesta þörfin væri á sviði kynferðisbrota. Við ákváðum eftir mikla rannsóknavinnu að búa til gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika þar sem þolendur kynferðisafbrota gætu undirbúið sig með fagaðila áður en þeir færu fyrir dómstóla,“ segir Hafdís, sem starfar í sprotaþróun hjá Origo. Unnu til verðlauna í Gullegginu „Við erum mjög ánægðar hvernig til tókst og verkefnið hefur fengið mikla athygli. Þótt þetta væri lokaverkefni þá vissum við að við gætum ekki bara sett þetta ofan í skúffu, Virtice yrði að komast í notkun. Við ákváðum því að halda áfram. Við skráðum okkur í Gulleggið 2019 og unnum til verðlauna fyrir bestu stafrænu lausnina. Gulleggið hjálpaði okkur mjög mikið með áframhaldandi þróun og við þurftum að ákveða marga hluti hratt en þar ákváðum við til dæmis nafnið á fyrirtækinu og á vörunni en Virtice stendur fyrir Virtual justice. Við fengum einnig verðlaun sem Frumkvöðlar ársins 2020 hjá Nordic Women in Tech Awards. En þau veita þeim konum verðlaun sem þau telja vera fyrirmyndir í tæknisenunni á Norðurlöndunum. Við vorum einnig tilnefndar til Global Startup Awards í fyrra og nú í ár fyrir Virtice lausnina. Okkur þykir þetta mikill heiður og erum afskaplega stoltar að hafa fengið svona góð viðbrögð,“ segir Hafdís. Hún segir að þær vinkonur hafi stofnað fyrirtækið Statum í kringum Virtice lausnina. „Þetta hefur verið mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni. Þegar unnið er að sýndarveruleika þá þarf allt að vera mjög raunverulegt. Við vorum í miklum samskiptum við lögfræðinga, sálfræðinga og dómara. Virtice er nákvæm eftirlíking af sal 402 í Héraðsdóm Reykjavíkur. Við fórum þangað og tókum myndir af salnum og öllum hlutunum sem eru þar inni. Við tókum einnig upp hljóð til þess að hafa Virtice sem raunverulegastan. Mér finnst gaman að vinna að nýsköpun og frumkvöðlastarfi og ég get nýtt mína þekkingu vel í mínu starfi hjá Origo á sviði sprotaþróunar. Við vonumst til að Virtice verði tekinn í notkun á næstu mánuðum. Það er sannarlega stefnan. Við erum að skoða ýmislegt. Við höfum verið í miklum og góðum samskiptum við Ríkislögreglustjóra með lausnina. Það eru mjög áhugaverðir og spennandi hlutir framundan með Virtice,“ segir Hafdís enn fremur.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Nýsköpun Háskólar Tengdar fréttir Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum. 14. maí 2019 19:00 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum. 14. maí 2019 19:00