Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 20:45 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Jörundur Ragnarsson leikari. Samsett Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við. Jörundur Ragnarsson leikari fer með hlutverk Zacks Mossbergssonar, skopstælingar af Mark Zuckerberg forstjóra Facebook, í auglýsingu Íslandsstofu. Hann kynnir til leiks svokallað Icelandverse - en fyrirmyndin er sýndarheimurinn Metaverse sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti um fyrr í mánuðinum. Zuckerberg hæstánægður Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit en Allan Sigurdsson leikstýrði. Auglýsingin kostaði 10 milljónir í framleiðslu og sáralitlu fé hefur verið varið í birtingu á henni. „Þetta eru sterkustu viðbrögð sem við höfum fengið við herferð en höfum þó oft fengið mjög jákvæð viðbrögð. Á þessari viku höfum við fengið sex milljón áhorf á myndbandið á samfélagsmiðlum. Og það hafa um 800 umfjallanir birst í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent, Sky News og margt annað,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Zuckerberg sjálfur sá auglýsinguna og lýsti yfir mikilli ánægju með hana. En viðbrögð frá venjulegu fólki hafi heldur ekki látið á sér standa. „Líka að þau vilji ferðast til Íslands, sem er markmiðið. Að þetta verði þess valdandi að þau vilji ferðast til Íslands sem er náttúrulega markmiðið með auglýsingunni.“ Sonurinn alls ekki ánægður Jörundur Ragnarsson stjarna auglýsingarinnar segist aldrei hafa þótt líkur Zuckerberg en eftir á að hyggja sé leikaravalið rökrétt. „Ég horfði á þetta Metaverse-vídjó og ég hugsaði strax. Já, ég ætti að geta gert þetta vel,“ segir Jörundur. Misvel hafi verið tekið í Zuckerberg-klippinguna. „Sonur minn var alls ekki ánægður með það. Kærastan mín, það tók tíma fyrir hana að venjast þessu. Mér finnst þetta allt í lagi sko, þetta vex.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Jörundur Ragnarsson leikari fer með hlutverk Zacks Mossbergssonar, skopstælingar af Mark Zuckerberg forstjóra Facebook, í auglýsingu Íslandsstofu. Hann kynnir til leiks svokallað Icelandverse - en fyrirmyndin er sýndarheimurinn Metaverse sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti um fyrr í mánuðinum. Zuckerberg hæstánægður Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit en Allan Sigurdsson leikstýrði. Auglýsingin kostaði 10 milljónir í framleiðslu og sáralitlu fé hefur verið varið í birtingu á henni. „Þetta eru sterkustu viðbrögð sem við höfum fengið við herferð en höfum þó oft fengið mjög jákvæð viðbrögð. Á þessari viku höfum við fengið sex milljón áhorf á myndbandið á samfélagsmiðlum. Og það hafa um 800 umfjallanir birst í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent, Sky News og margt annað,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Zuckerberg sjálfur sá auglýsinguna og lýsti yfir mikilli ánægju með hana. En viðbrögð frá venjulegu fólki hafi heldur ekki látið á sér standa. „Líka að þau vilji ferðast til Íslands, sem er markmiðið. Að þetta verði þess valdandi að þau vilji ferðast til Íslands sem er náttúrulega markmiðið með auglýsingunni.“ Sonurinn alls ekki ánægður Jörundur Ragnarsson stjarna auglýsingarinnar segist aldrei hafa þótt líkur Zuckerberg en eftir á að hyggja sé leikaravalið rökrétt. „Ég horfði á þetta Metaverse-vídjó og ég hugsaði strax. Já, ég ætti að geta gert þetta vel,“ segir Jörundur. Misvel hafi verið tekið í Zuckerberg-klippinguna. „Sonur minn var alls ekki ánægður með það. Kærastan mín, það tók tíma fyrir hana að venjast þessu. Mér finnst þetta allt í lagi sko, þetta vex.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49