Innlent

Skjálfti að stærð 3,5 við Reykjanestá

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Svæði sunnan við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Svæði sunnan við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærð 3,5 varð 7,4 NNA af Reykjanestá klukkan 12.55 í dag. Skjálftahrinina hófst upp úr klukkan 18 í gærkvöldi.

Veðurstofu barst tilkynning um að skjálftinn hafi fundist í Njarðvík. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en þeir eru allir um eða undir 2 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hér má sjá hvar skjálftinn varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×