Tréð reyndist vera um 14 metra hátt, 70 ára gamalt sitkagrenitré en talið er að því hafi verið plantað í kringum árið 1950. Tréð stóð í Landnemaspildu Norska félagsins við Torgeirsstaði, sem er sumarbústaður Nordmannslaget í Heiðmörk.
Oslóarborg hefur í áratugi gefið Reykvíkingum jólatré sem tákn um vináttu borgaranna, sameiginlegar hefðir og jólagleði. Tréð kemur þó ekki frá Osló í ár, en borgaryfirvöld í Osló gefa grunnskólum Reykjavíkur bækur í staðinn.
Oslóartréð verður sett upp á Austurvelli eins og fyrr segir og verða ljósin tendruð þann 28. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldin sérstök hátíðarathöfn að þessu sinni, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu upplýsingafulltrúa borgarstjóra.