Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu farsóttanefndar spítalans um stöðuna á spítalanum, sem er á hættustigi vegan faraldurs kórónuveirunnar.
Sem stendur eru 1.769 manns í eftirliti hjá Covid-göngudeildinni, þar af 516 börn. Þá eru 24 starfsmenn spítalans frá vinnu vegna einangrunar og aðrir 26 vegna sóttkvíar. Til viðbótar eru 97 starfsmenn í vinnusóttkví.