Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 18:54 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember. Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember.
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20