Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 18:54 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember. Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember.
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti