Varaþingmaður VG í Norðvestur: „Er nokkuð annað en uppkosning í boði?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2021 22:07 Lilja Rafney missti oddvitasæti sitt og er nú varaþingmaður VG í kjördæminu. vísir/vilhelm Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, vill að Alþingi velji þá leið að halda uppkosningu í kjördæminu. Hún segir traust á framkvæmd kosninga verða að vera hafna yfir allan vafa. „Er nokkuð annað en uppkosning í boði í NV þegar ekki er hægt að sanna að ekki hafi verið átt við kjörgögnin milli talninga, sem lögreglurannsókn hefur sýnt fram á að meðferð kjörgagna hafi verið brot á kosningalögum?“ spyr Lilja Rafney í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún vísar þar til þess að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð eða það tryggt með fullnægjandi hætti að enginn kæmist í þau frá því að fyrri lokatölur voru gefnar út í kjördæminu og þar til endurtalningin fór fram sem breytti öllu. „Virðing við lýðræðið og traust á framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir allan vafa,“ skrifar Lilja. Hún hafði setið á þingi fyrir VG síðan 2009, sem oddviti kjördæmisins. Hún tapaði hins vegar í prófkjörinu í ár fyrir Bjarna Jónssyni sem leiddi listann í hennar stað og komst inn á þing. Lilja sat í öðru sæti listans og situr nú sem varaþingmaður. Bjarni Jónsson er nýr á þingi fyrir VG.aðsend Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra situr í undirbúningskjörbréfanefnd fyrir VG en nefndin hefur enn ekki klárað störf sín. Hún mun ekki skila af sér greinargerð fyrr en eftir að kjörbréfanefnd hefur verið kjörin eftir þingsetningu næsta þriðjudag. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Er nokkuð annað en uppkosning í boði í NV þegar ekki er hægt að sanna að ekki hafi verið átt við kjörgögnin milli talninga, sem lögreglurannsókn hefur sýnt fram á að meðferð kjörgagna hafi verið brot á kosningalögum?“ spyr Lilja Rafney í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún vísar þar til þess að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð eða það tryggt með fullnægjandi hætti að enginn kæmist í þau frá því að fyrri lokatölur voru gefnar út í kjördæminu og þar til endurtalningin fór fram sem breytti öllu. „Virðing við lýðræðið og traust á framkvæmd kosninga þarf að vera hafin yfir allan vafa,“ skrifar Lilja. Hún hafði setið á þingi fyrir VG síðan 2009, sem oddviti kjördæmisins. Hún tapaði hins vegar í prófkjörinu í ár fyrir Bjarna Jónssyni sem leiddi listann í hennar stað og komst inn á þing. Lilja sat í öðru sæti listans og situr nú sem varaþingmaður. Bjarni Jónsson er nýr á þingi fyrir VG.aðsend Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra situr í undirbúningskjörbréfanefnd fyrir VG en nefndin hefur enn ekki klárað störf sín. Hún mun ekki skila af sér greinargerð fyrr en eftir að kjörbréfanefnd hefur verið kjörin eftir þingsetningu næsta þriðjudag.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira