Trompaðist eftir að LeBron James sló hann til blóðs Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 07:31 Isaiah Stewart var í hefndarhug eftir höggið frá LeBron James. Báðir voru reknir af velli. AP/Nic Antaya LeBron James var rekinn út úr húsi eftir að hafa slegið andstæðing til blóðs í sigri Los Angeles Lakers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti