Grænlensku „tilraunabörnin“ krefjast bóta frá danska ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 11:50 22 grænlensk börn voru tekin af fjölskyldum sínum árið 1951 og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þau sneru svo aftur til Grænlands og dvöldu þá á barnaheimili í Nuuk. Getty Hópur Grænlendinga hefur krafið danska ríkið um skaðabætur vegna félagslegrar tilraunar sem þau voru hluti af sem börn árið 1951. 22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá. Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
22 grænlensk börn voru þá tekin af fjölskyldum sínum og send til Danmerkur til að aðlagast dönsku samfélagi. Þeim var svo snúið aftur til Grænlands og var hugsunin að gera þau að einhvers konar dönskumælandi „elítu“, en þau voru þá látin búa á barnaheimilum í höfuðborginni Nuuk. Tilraunin átti eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir börnin, þar sem um helmingur þeirra átti eftir að glíma við mikil andleg veikindi og áfengisfíkn. Mörg þeirra áttu eftir að deyja langt fyrir aldur fram og þá átti einungis helmingur þeirra eftir að mennta sig. Danskir fjölmiðlar segja nú frá því að sex þessara barna, þau sem enn eru á lífi, hafi nú krafið danska ríkið um skaðabætur vegna tilraunarinnar. „Þau misstu fjölskyldu sína, tungumálið sitt, menningu og þá tilfinningu að tilheyra. Þetta var sömuleiðis brot á rétti þeirra til einka- og fjölskyldulífs samkvæmt áttundu grein mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir lögmaður þeirra, Mads Krøger Pramming, í samtali við Politiken. Hópurinn fer fram á 250 þúsund danskra króna í skaðabætur, um fimm milljónir íslenskra króna, til hvers og eins, vilji danska ríkið að málið fari ekki fyrir dómstóla. Hefur hópurinn veitt danska ríkinu fjórtán daga frest til að bregðast við. Danska ríkisstjórnin og forsætisráðherrann Mette Frederiksen bað grænlensku „tilraunabörnin“ opinberlega afsökunar á málinu á síðasta ári. „Við getum ekki breytt hinu liðna. En við getum axlað ábyrgð og beðið þá afsökunar sem við brugðumst,“ sagði Frederiksen þá.
Grænland Danmörk Tengdar fréttir Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. 8. desember 2020 12:36