Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Lengsta hlé á störfum þingsins í þrjá áratugi tekur enda á morgun. Í kvöldfréttum verður rætt við stjórnarandstöðuþingmenn sem óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið. Þeir eru þó langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið.
Einnig verður rætt við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, sem hefur staðið vaktina við bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Síðdegis var fólki boðið að koma og þiggja um fjögur hundruð bóluefnaskammta sem urðu eftir þegar bólusetningu dagsins var lokið.
Einnig sjáum við sláandi myndefni sem náðist af blóðtöku hjá fylfullum hryssum, heyrum hvernig hugmyndir um takmörkun á aðgengi á klámi leggjast í ungmenni og hittum hund sem ferðast um á rafhlaupahjóli.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.