„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 20:00 „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08. Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08.
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira