„Hræðileg tilhugsun og má ekki gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 10:30 Willum Þór Þórsson ræðir við Guðjón Guðmundsson fyrir utan vinnustað sinn í dag sem Alþingi Íslendinga. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson er einn farsælast fótboltaþjálfari í sögu íslenskum fótboltans og sá eini sem hefur unnið allar fjórar deildirnar sem þjálfari. KR og Valur urðu bæði Íslandsmeistarar undir hans stjórn. Það vita kannski færri af því að Willum Þór var líka handboltaleikmaður og handboltaþjálfari í efstu deild áður en hann færði sig að fullu yfir í fótboltann. Gaupi fékk að vita meira um handboltamanninn Willum Þór Þórsson. Guðjón Guðmundsson.Skjámynd/S2 Sport „Nú ætlum við að heyra í eina forseta Alþingis sem hefur spilað handbolta og þjálfað og vill líka byggja nýja þjóðarhöll,“ sagði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina þætti sínum í Seinni bylgjunni í gær. Willum Þór Þórsson er forseti Alþingis og formaður fjárlaganefndar en hann lék á sínum tíma með Gróttu og KR í efstu deild handboltans. Hann þjálfaði meðal annars KR liðið í Nissan-deildinni 1995 til 1996. KR eða skátarnir „Ég er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og það var bara tvennt sem kom til greina. Það var KR eða skátarnir. KR varð fyrir valinu, svo var maður bara í öllum íþróttum og alveg upp í meistaraflokk. Þetta skiptist svolítið á milli árstíða,“ sagði Willum Þór. „Maður gat aldrei losað sig frá því og það var auðvelt að kalla mann til eins og til dæmis í handboltanum, sérstaklega í þjálfuninni. Svo var maður alltaf að reyna að sprikla eitthvað með,“ sagði Willum sem var einnig unglingalandsliðsmaður í körfubolta. Ekki pláss í mjög öflugu KR-liði „Ég tilheyrði mjög skemmtilegum 1963 árgangi í KR. Margir fjölhæfir leikmenn og við gerðum það gott í yngri flokkunum. Það varð kannski minna úr því þegar við komum í meistaraflokkinn. Það var ekki pláss fyrir okkur í mjög öflugu KR-liði þannig að við fórum yfir í Gróttu hjá Árna Indriða,“ sagði Willum. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi fekk að heyra handboltasögur frá forseta Alþingis „Ég, Stefán Arnarson og Páll Björnsson. Við komum þar saman með mjög efnilegri kynslóð. Halldór Ingólfsson, Davíð Gíslason, Sigtryggur Albertsson og fleiri. Úr varð skemmtilegt lið og við áttum tvö góð ár þar,“ sagði Willum sem lék sem vinstri hornamaður hjá Gróttu. Willum Þór þjálfaði meðal annars einn besta handboltaþjálfara landsins í dag, Ágúst Þór Jóhannsson, upp alla yngri flokkana. Willum Þór Þórsson fyrir utan Alþingi.Skjámynd/S2 Sport „Þú sérð nú útkomuna. Þetta er einn besti þjálfari landsins í dag sem er frábært. Ég hef sérstaklega gaman að fylgjast með því þegar þeir eru að kljást Ágúst og Stefán Arnarson sem var frábær leikmaður,“ sagði Willum. Stefán Arnarson þjálfar Fram í Olís deild kvenna og Ágúst þjálfar lið Vals í sömu deild. Þessi lið hafa unnið titlana síðustu ár. Spilaði fyrir framan troðfullt hús í 3. deildinni „Það var svo mikil gróska í þessu og það voru svo margir sem fóru inn á parketið þegar fótboltanum lauk á haustin. Ég man að þegar það var ekki alveg pláss fyrir okkur félagana í KR því KR var með feikilega öflugt lið. Anders Dahl var þjálfari og Jóhann Ingi og fleiri meistarar. Við nutum góðs af því að þeir þjálfuðu okkur í 2. flokki. Svo var ekkert pláss fyrir okkur í meistaraflokki þannig að ÍR-ingar plötuðu okkur til að spila í 3. deildinni. Hugsaðu þér, það voru þrjár deildir þá,“ sagði Willum. „Ég man að við fórum alla leið í úrslit á móti Aftureldingu fyrir troðfullu húsi í 3. deild. Það er dæmi um gróskuna. Þar voru miklir meistarar en ég er ekki viss um að þessar kynslóðir í dag munu endilega eftir þeim öllum. Þar voru menn eins og Axel Axelsson að spila með Aftureldingu, Emil Karlsson, gamall markvörður úr KR og Ásgeir Elíasson heitinn. Svo vorum við félagarnir með upprennandi ÍR-kynslóð sem gerði það seinna gott. Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ sagði Willum. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór hefur verið ötull talsmaður þess að byggð verði ný þjóðarhöll. Ísland er i dag eina landið í Evrópu sem getur ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll fyrir alþjóðlega keppni í handknattleik. Þurfum bara að setja þessa áætlun í framkvæmd „Við erum mjög vel vakandi yfir því og það liggur fyrir skýrsla um það hvernig megi gera þetta, staðsetja þetta og vinna með þetta. Við þurfum bara að setja þessa áætlun í framkvæmd,“ sagði Willum. „Ekki vilja menn fá það í andlitið að handboltalandsliðinu verði bannað að spila á heimavelli í alþjóðlegri keppni,“ spurði Gaupi. „Það er hræðileg tilhugsun og má ekki gerast,“ sagði Willum. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Olís-deild karla EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Það vita kannski færri af því að Willum Þór var líka handboltaleikmaður og handboltaþjálfari í efstu deild áður en hann færði sig að fullu yfir í fótboltann. Gaupi fékk að vita meira um handboltamanninn Willum Þór Þórsson. Guðjón Guðmundsson.Skjámynd/S2 Sport „Nú ætlum við að heyra í eina forseta Alþingis sem hefur spilað handbolta og þjálfað og vill líka byggja nýja þjóðarhöll,“ sagði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina þætti sínum í Seinni bylgjunni í gær. Willum Þór Þórsson er forseti Alþingis og formaður fjárlaganefndar en hann lék á sínum tíma með Gróttu og KR í efstu deild handboltans. Hann þjálfaði meðal annars KR liðið í Nissan-deildinni 1995 til 1996. KR eða skátarnir „Ég er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og það var bara tvennt sem kom til greina. Það var KR eða skátarnir. KR varð fyrir valinu, svo var maður bara í öllum íþróttum og alveg upp í meistaraflokk. Þetta skiptist svolítið á milli árstíða,“ sagði Willum Þór. „Maður gat aldrei losað sig frá því og það var auðvelt að kalla mann til eins og til dæmis í handboltanum, sérstaklega í þjálfuninni. Svo var maður alltaf að reyna að sprikla eitthvað með,“ sagði Willum sem var einnig unglingalandsliðsmaður í körfubolta. Ekki pláss í mjög öflugu KR-liði „Ég tilheyrði mjög skemmtilegum 1963 árgangi í KR. Margir fjölhæfir leikmenn og við gerðum það gott í yngri flokkunum. Það varð kannski minna úr því þegar við komum í meistaraflokkinn. Það var ekki pláss fyrir okkur í mjög öflugu KR-liði þannig að við fórum yfir í Gróttu hjá Árna Indriða,“ sagði Willum. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi fekk að heyra handboltasögur frá forseta Alþingis „Ég, Stefán Arnarson og Páll Björnsson. Við komum þar saman með mjög efnilegri kynslóð. Halldór Ingólfsson, Davíð Gíslason, Sigtryggur Albertsson og fleiri. Úr varð skemmtilegt lið og við áttum tvö góð ár þar,“ sagði Willum sem lék sem vinstri hornamaður hjá Gróttu. Willum Þór þjálfaði meðal annars einn besta handboltaþjálfara landsins í dag, Ágúst Þór Jóhannsson, upp alla yngri flokkana. Willum Þór Þórsson fyrir utan Alþingi.Skjámynd/S2 Sport „Þú sérð nú útkomuna. Þetta er einn besti þjálfari landsins í dag sem er frábært. Ég hef sérstaklega gaman að fylgjast með því þegar þeir eru að kljást Ágúst og Stefán Arnarson sem var frábær leikmaður,“ sagði Willum. Stefán Arnarson þjálfar Fram í Olís deild kvenna og Ágúst þjálfar lið Vals í sömu deild. Þessi lið hafa unnið titlana síðustu ár. Spilaði fyrir framan troðfullt hús í 3. deildinni „Það var svo mikil gróska í þessu og það voru svo margir sem fóru inn á parketið þegar fótboltanum lauk á haustin. Ég man að þegar það var ekki alveg pláss fyrir okkur félagana í KR því KR var með feikilega öflugt lið. Anders Dahl var þjálfari og Jóhann Ingi og fleiri meistarar. Við nutum góðs af því að þeir þjálfuðu okkur í 2. flokki. Svo var ekkert pláss fyrir okkur í meistaraflokki þannig að ÍR-ingar plötuðu okkur til að spila í 3. deildinni. Hugsaðu þér, það voru þrjár deildir þá,“ sagði Willum. „Ég man að við fórum alla leið í úrslit á móti Aftureldingu fyrir troðfullu húsi í 3. deild. Það er dæmi um gróskuna. Þar voru miklir meistarar en ég er ekki viss um að þessar kynslóðir í dag munu endilega eftir þeim öllum. Þar voru menn eins og Axel Axelsson að spila með Aftureldingu, Emil Karlsson, gamall markvörður úr KR og Ásgeir Elíasson heitinn. Svo vorum við félagarnir með upprennandi ÍR-kynslóð sem gerði það seinna gott. Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ sagði Willum. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór hefur verið ötull talsmaður þess að byggð verði ný þjóðarhöll. Ísland er i dag eina landið í Evrópu sem getur ekki boðið upp á löglegan keppnisvöll fyrir alþjóðlega keppni í handknattleik. Þurfum bara að setja þessa áætlun í framkvæmd „Við erum mjög vel vakandi yfir því og það liggur fyrir skýrsla um það hvernig megi gera þetta, staðsetja þetta og vinna með þetta. Við þurfum bara að setja þessa áætlun í framkvæmd,“ sagði Willum. „Ekki vilja menn fá það í andlitið að handboltalandsliðinu verði bannað að spila á heimavelli í alþjóðlegri keppni,“ spurði Gaupi. „Það er hræðileg tilhugsun og má ekki gerast,“ sagði Willum. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða