Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Andri Már Kristinsson, framkvæmdastjóri Digido og formaður ÍMARKS segir of algengt að fólk auglýsi á netinu en fylgi því ekki eftir að skoða árangur birtinganna sem þó mælast með ýmsum hætti og hægt er að skoða á rauntíma. Þannig er ekki nóg að kunna að setja inn auglýsingar á samfélagsmiðil eins og Facebook. Málið sé að meta árangurinn með því að skoða og skilja gögnin um það hverju auglýsingin er að skila. Vísir/Vilhelm Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar? „Jú, forskotið sem internetið hefur er klárlega til staðar því þar geta fyrirtæki séð gögn, upplýsingar og árangurstölur nánast á rauntíma. Hins vegar er sjónvarpið í mikilli þróun, miðillinn er sífellt meir að þróast í stafrænan miðil og þar er það því að gerast hratt, að öll þessi gögn eru að verða til líka,“ segir Andri Már Kristinsson framkvæmdastjóri Digido og formaður ÍMARKS, samtaka íslensks markaðsfólks. Markaðsmálin eru í brennidepli Atvinnulífsins í þessari viku því í dag er fjallað um það hversu mikilvægt það er fyrir auglýsendur að nýta gögn um auglýsingaherferðir en á morgun um auglýsingaherferð sem var mjög mikilvæg upplýsingalega séð fyrir neytendur. Að nota og nýta er ekki alltaf það sama Frá því að Facebook og Google hófu innreið sína á íslenskan auglýsingamarkað hefur verulega fjölgað í þeim hópi fyrirtækja sem nýta sér netið. Allt í einu varð sjálfsafgreiðsla netauglýsinga möguleg, fyrirtæki stór sem smá fóru að ganga frá sínum eigin birtingum og geta valið um markhópa, til dæmis kyn, aldur eða búsetu. En um leið breyttist það umhverfi auglýsenda að nú er hægt að sjá árangur herferða nánast á rauntíma. Að sögn Andra er hins vegar ekki nóg að læra hvernig hægt er að birta auglýsingar á netinu. Mikilvægt er að nýta þau gögn sem um auglýsingabirtingarnar verða til og átta sig á því hvort auglýsingaherferðin er að skila sér eða hvort einhverju þurfi að breyta. „Gögnin sem safnast fyrir auglýsendur geta oft búið til mjög fallega sögu um það hvað er að virka best á neytendur og þann markhóp sem ætlunin er að ná til,“ segir Andri. Hins vegar skiptir máli að skilja hvað gögnin eru að segja okkur. Of algengt er að fólk fari af stað með auglýsingaherferðir en fylgi því ekki eftir að meta hver árangurinn af þeim er. Andri segir netið hafa það forskot að hægt er að skoða gögn um auglýsingabirtingar á rauntíma. Sjónvarpið er hins vegar að þróast sífellt meira í að verða stafrænn miðill og því er það að gerast hratt að gögn um auglýsingabirtingar í sjónvarpi eru líka að verða til á rauntíma. ,,Gögnin sem safnast fyrir auglýsendur geta oft búið til mjög fallega sögu um það hvað er að virka best á neytendur og þann markhóp sem ætlunin er að ná til,“ segir Andri.Vísir/Vilhelm Það sem við þurfum að gera betur Árið 2018 stofnuðu Andri og félagi hans, Arnar Gísli Hinriksson, fyrirtækið Digido. Þjónusta Digido felst í að aðstoða fyrirtækjum í markaðsmálum, eins og auknum sýnileika á leitarvélum, skilvirkari vefauglýsingum, bestunaraðgerðum á vefsíðum og fleira. Og: Að nýta gögnin betur sem safnast saman um auglýsingar og birtingarmátt þeirra. „Það sem er mikilvægast að gera er að setja sér skýr markmið áður en menn fara af stað með auglýsingaherferðir,“ segir Andri og bætir við: „Síðan þarf að fylgjast vel með því hvað gögnin eru að segja um árangurinn því það sem er svo gott við netauglýsingar, óháð því hvar þær birtast, er að þessi gögn má nánast sjá á rauntíma.“ Þegar markmið eru sett, segir Andri mikilvægast að skilgreina þau vel. Sem dæmi nefnir hann: Er markmiðið að…. Skapa vitund um vörumerkið eða vöruna Að kalla eftir viðbrögðum frá neytendum, til dæmis að skoða vefsíðu Að auka sölu „Að nýta gögn snýst um að ná betri árangri með því að taka betri ákvarðanir,“ segir Andri. Þá þarf að skilja hvernig munur er á milli netmiðla. „Á vefsíðum eins og Vísi erum við til dæmis almennt að miða við að smellihlutfall sé um 0,1%. Á Facebook um 0,4% en þó höfum við séð að það er minna í því sem er nýjasta nýtt hjá þeim en það eru auglýsingarnar sem eru að birtast í Story, þar er hlutfallið lægra en á Facebook veitunni sjálfri (e. feed),“ segir Andri. Andri segir flóruna mikla og oft flókna. „Google auglýsingakerfið er til dæmis risavaxið og margar ólíkar leiðir til að auglýsa þar. Allt frá því að birta á leitarvélum, á vefsíðum um allan heim, í tölvupóstum og svo framvegis. Youtube er líka stór aðili og þar skiptir máli að auglýsendur læri að lesa úr gögnum. Er fólk til dæmis að horfa á auglýsingarnar sem verið er að birta, er auglýsingin að birtast rétta markhópnum nógu oft og svo framvegis.“ En hvernig metum við góðan árangur? „Það er afar mismunandi og fer í rauninni eftir því hvaða markmið við höfum sett okkur. Þess vegna er svo mikilvægt að byrja alltaf á því að skilgreina þau áður en farið er af stað. Síðan er að fylgja herferðinni eftir því of algengt er að fyrirtæki leggi í þann kostnað að birta auglýsingar en fylgi því síðan ekki nægilega eftir að meta árangurinn af birtingunum.“ Að slá í gegn „Stærsta áskorunin felst oft í því hvernig hægt er að hitta á rétta hópinn til að koma vörunni eða þjónustunni á framfæri. Við viljum ekki að fólk sé að pirra sig á auglýsingum eða þaðan af verra að fólk sé að sjá til dæmis sama myndbandið tíu sinnum á dag og pirrast yfir því,“ segir Andri. Gott dæmi um auglýsingu sem nær til neytenda á jákvæðan hátt er auglýsingaherferð Íslandsstofu sem náði svo miklu flugi að sjálfur Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skrifaði um hana ummæli. En getur Andri nefnt eitthvað íslenskt dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér vel netið sem auglýsingamiðil og gögnin sem um auglýsingarnar verða til? „Já Dominos,“ svarar Andri að bragði. „Þau unnu að rosalega spennandi verkefni fyrir um það bil tíu árum síðar. Þá rýndu þau í öll gögn og gerðu það mjög vel, lærðu á það sem virkaði best og hvað ekki. Í kjölfarið mótuðu þau nýja stefnu í markaðsmálum, gjörbreyttu vöruásýndinni, markaðsefni og fleira,“ segir Andri. Árangurinn var ótvíræður að sögn Andra enda voru markmiðin þeirra mjög skýr. Þau rýndu í gögn til að skilja hvernig þau gætu náð besta árangrinum á vefsíðunni sinni, með appinu, í auglýsingaherferðum og fleira. Markmiðin þeirra voru mjög skýr og fyrst og fremst það að auka söluna en samhliða að byggja upp meiri vitund á vörumerkinu. Og það tókst,“ segir Andri. Þessu tengt stendur ÍMARK fyrir Mínimark ráðstefnunni í dag, en þar er yfirskriftin „Hvernig koma gögn okkur að gagni? Gagnadrifin markaðssetning.“ Í dag er ráðstefnan Mínimark á vegum ÍMARK þar sem margir reynsluboltar munu deila sögum um það hvernig upplýsingar og gögn geta svo um munar hjálpað auglýsendum að ná betri árangri með auglýsingaherferðum og tekið betri ákvarðanir þegar að markaðsmálum kemur. Mikill áhugi er á málefninu hjá markaðsfólki enda nánast uppselt á ráðstefnuna snemma í gærdag. Ráðstefnan hefst klukkan 9 á Grand hótel.Vísir/ÍMARK Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar segja frá reynslu sinni um það hvernig gögn koma að gagni, þegar ákvarðanir eru teknar um markaðssetningu. Ráðstefnustjóri er Halldór Harðarson en meðal fyrirlesara eru Brynjólfur Borgar frá Data Lab sem mun fara yfir það hvernig fyrirtæki geta gert gögn aðgengileg með aðstoð gervigreindar og Peter G. Jörgensen frá BOOZT sem mun segja frá því hvernig BOOZT nýtti sér gögn til að verða leiðandi í sölu á fatnaði í gegnum vefsíðuna sína. Aðrir fyrirlesarar eru Sigríður Margrét Oddsdóttir frá Lyfju, Ólafur Þór Gylfason frá MMR, Eyrún Jónsdóttir frá CCP, Huld Óskarsdóttir frá Pipar TWBA. Í gær var nánast uppselt á ráðstefnuna og því ljóst að áhugi markaðsfólks er mikill á málefninu. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og fer fram á Grand hótel. Allir ráðstefnugestir þurfa að framvísa niðurstöðum úr Covid hraðprófi. Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00 „Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01 ,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00 Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Jú, forskotið sem internetið hefur er klárlega til staðar því þar geta fyrirtæki séð gögn, upplýsingar og árangurstölur nánast á rauntíma. Hins vegar er sjónvarpið í mikilli þróun, miðillinn er sífellt meir að þróast í stafrænan miðil og þar er það því að gerast hratt, að öll þessi gögn eru að verða til líka,“ segir Andri Már Kristinsson framkvæmdastjóri Digido og formaður ÍMARKS, samtaka íslensks markaðsfólks. Markaðsmálin eru í brennidepli Atvinnulífsins í þessari viku því í dag er fjallað um það hversu mikilvægt það er fyrir auglýsendur að nýta gögn um auglýsingaherferðir en á morgun um auglýsingaherferð sem var mjög mikilvæg upplýsingalega séð fyrir neytendur. Að nota og nýta er ekki alltaf það sama Frá því að Facebook og Google hófu innreið sína á íslenskan auglýsingamarkað hefur verulega fjölgað í þeim hópi fyrirtækja sem nýta sér netið. Allt í einu varð sjálfsafgreiðsla netauglýsinga möguleg, fyrirtæki stór sem smá fóru að ganga frá sínum eigin birtingum og geta valið um markhópa, til dæmis kyn, aldur eða búsetu. En um leið breyttist það umhverfi auglýsenda að nú er hægt að sjá árangur herferða nánast á rauntíma. Að sögn Andra er hins vegar ekki nóg að læra hvernig hægt er að birta auglýsingar á netinu. Mikilvægt er að nýta þau gögn sem um auglýsingabirtingarnar verða til og átta sig á því hvort auglýsingaherferðin er að skila sér eða hvort einhverju þurfi að breyta. „Gögnin sem safnast fyrir auglýsendur geta oft búið til mjög fallega sögu um það hvað er að virka best á neytendur og þann markhóp sem ætlunin er að ná til,“ segir Andri. Hins vegar skiptir máli að skilja hvað gögnin eru að segja okkur. Of algengt er að fólk fari af stað með auglýsingaherferðir en fylgi því ekki eftir að meta hver árangurinn af þeim er. Andri segir netið hafa það forskot að hægt er að skoða gögn um auglýsingabirtingar á rauntíma. Sjónvarpið er hins vegar að þróast sífellt meira í að verða stafrænn miðill og því er það að gerast hratt að gögn um auglýsingabirtingar í sjónvarpi eru líka að verða til á rauntíma. ,,Gögnin sem safnast fyrir auglýsendur geta oft búið til mjög fallega sögu um það hvað er að virka best á neytendur og þann markhóp sem ætlunin er að ná til,“ segir Andri.Vísir/Vilhelm Það sem við þurfum að gera betur Árið 2018 stofnuðu Andri og félagi hans, Arnar Gísli Hinriksson, fyrirtækið Digido. Þjónusta Digido felst í að aðstoða fyrirtækjum í markaðsmálum, eins og auknum sýnileika á leitarvélum, skilvirkari vefauglýsingum, bestunaraðgerðum á vefsíðum og fleira. Og: Að nýta gögnin betur sem safnast saman um auglýsingar og birtingarmátt þeirra. „Það sem er mikilvægast að gera er að setja sér skýr markmið áður en menn fara af stað með auglýsingaherferðir,“ segir Andri og bætir við: „Síðan þarf að fylgjast vel með því hvað gögnin eru að segja um árangurinn því það sem er svo gott við netauglýsingar, óháð því hvar þær birtast, er að þessi gögn má nánast sjá á rauntíma.“ Þegar markmið eru sett, segir Andri mikilvægast að skilgreina þau vel. Sem dæmi nefnir hann: Er markmiðið að…. Skapa vitund um vörumerkið eða vöruna Að kalla eftir viðbrögðum frá neytendum, til dæmis að skoða vefsíðu Að auka sölu „Að nýta gögn snýst um að ná betri árangri með því að taka betri ákvarðanir,“ segir Andri. Þá þarf að skilja hvernig munur er á milli netmiðla. „Á vefsíðum eins og Vísi erum við til dæmis almennt að miða við að smellihlutfall sé um 0,1%. Á Facebook um 0,4% en þó höfum við séð að það er minna í því sem er nýjasta nýtt hjá þeim en það eru auglýsingarnar sem eru að birtast í Story, þar er hlutfallið lægra en á Facebook veitunni sjálfri (e. feed),“ segir Andri. Andri segir flóruna mikla og oft flókna. „Google auglýsingakerfið er til dæmis risavaxið og margar ólíkar leiðir til að auglýsa þar. Allt frá því að birta á leitarvélum, á vefsíðum um allan heim, í tölvupóstum og svo framvegis. Youtube er líka stór aðili og þar skiptir máli að auglýsendur læri að lesa úr gögnum. Er fólk til dæmis að horfa á auglýsingarnar sem verið er að birta, er auglýsingin að birtast rétta markhópnum nógu oft og svo framvegis.“ En hvernig metum við góðan árangur? „Það er afar mismunandi og fer í rauninni eftir því hvaða markmið við höfum sett okkur. Þess vegna er svo mikilvægt að byrja alltaf á því að skilgreina þau áður en farið er af stað. Síðan er að fylgja herferðinni eftir því of algengt er að fyrirtæki leggi í þann kostnað að birta auglýsingar en fylgi því síðan ekki nægilega eftir að meta árangurinn af birtingunum.“ Að slá í gegn „Stærsta áskorunin felst oft í því hvernig hægt er að hitta á rétta hópinn til að koma vörunni eða þjónustunni á framfæri. Við viljum ekki að fólk sé að pirra sig á auglýsingum eða þaðan af verra að fólk sé að sjá til dæmis sama myndbandið tíu sinnum á dag og pirrast yfir því,“ segir Andri. Gott dæmi um auglýsingu sem nær til neytenda á jákvæðan hátt er auglýsingaherferð Íslandsstofu sem náði svo miklu flugi að sjálfur Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skrifaði um hana ummæli. En getur Andri nefnt eitthvað íslenskt dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér vel netið sem auglýsingamiðil og gögnin sem um auglýsingarnar verða til? „Já Dominos,“ svarar Andri að bragði. „Þau unnu að rosalega spennandi verkefni fyrir um það bil tíu árum síðar. Þá rýndu þau í öll gögn og gerðu það mjög vel, lærðu á það sem virkaði best og hvað ekki. Í kjölfarið mótuðu þau nýja stefnu í markaðsmálum, gjörbreyttu vöruásýndinni, markaðsefni og fleira,“ segir Andri. Árangurinn var ótvíræður að sögn Andra enda voru markmiðin þeirra mjög skýr. Þau rýndu í gögn til að skilja hvernig þau gætu náð besta árangrinum á vefsíðunni sinni, með appinu, í auglýsingaherferðum og fleira. Markmiðin þeirra voru mjög skýr og fyrst og fremst það að auka söluna en samhliða að byggja upp meiri vitund á vörumerkinu. Og það tókst,“ segir Andri. Þessu tengt stendur ÍMARK fyrir Mínimark ráðstefnunni í dag, en þar er yfirskriftin „Hvernig koma gögn okkur að gagni? Gagnadrifin markaðssetning.“ Í dag er ráðstefnan Mínimark á vegum ÍMARK þar sem margir reynsluboltar munu deila sögum um það hvernig upplýsingar og gögn geta svo um munar hjálpað auglýsendum að ná betri árangri með auglýsingaherferðum og tekið betri ákvarðanir þegar að markaðsmálum kemur. Mikill áhugi er á málefninu hjá markaðsfólki enda nánast uppselt á ráðstefnuna snemma í gærdag. Ráðstefnan hefst klukkan 9 á Grand hótel.Vísir/ÍMARK Á ráðstefnunni munu fyrirlesarar segja frá reynslu sinni um það hvernig gögn koma að gagni, þegar ákvarðanir eru teknar um markaðssetningu. Ráðstefnustjóri er Halldór Harðarson en meðal fyrirlesara eru Brynjólfur Borgar frá Data Lab sem mun fara yfir það hvernig fyrirtæki geta gert gögn aðgengileg með aðstoð gervigreindar og Peter G. Jörgensen frá BOOZT sem mun segja frá því hvernig BOOZT nýtti sér gögn til að verða leiðandi í sölu á fatnaði í gegnum vefsíðuna sína. Aðrir fyrirlesarar eru Sigríður Margrét Oddsdóttir frá Lyfju, Ólafur Þór Gylfason frá MMR, Eyrún Jónsdóttir frá CCP, Huld Óskarsdóttir frá Pipar TWBA. Í gær var nánast uppselt á ráðstefnuna og því ljóst að áhugi markaðsfólks er mikill á málefninu. Ráðstefnan hefst klukkan 9 og fer fram á Grand hótel. Allir ráðstefnugestir þurfa að framvísa niðurstöðum úr Covid hraðprófi.
Auglýsinga- og markaðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00 „Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01 ,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00 Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. 5. nóvember 2021 07:00
„Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01
,,Það er einhver núna að vinna í því að ræna kúnnunum af þér“ Dr. Valdimar Sigurðsson prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarseturs í markaðsfræði og neytendasálfræði segir að fyrirtæki sem ekki huga að markaðsmálum nú, gætu stofnað framtíðarsölumöguleikum í hættu. 27. maí 2020 13:00
Áhrif falsfrétta á auglýsendur á netinu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að falsfrétt getur haft þau áhrif að markmið auglýsingabirtingarinnar snýst í andhverfu sína þar sem neikvæð upplifun af falsfrétt yfirfærist á vörumerki auglýsandans. 4. maí 2020 09:00