Þjóðin klofin vegna Instagram-færslu en Gísli er efstur á blaði hjá Katrínu Snorri Másson skrifar 23. nóvember 2021 23:00 Fortuna Invest, fræðsluvettvangur um fjárfestingar, birti umdeilda mynd á Instagram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra innleiddi fjármálalæsi í námsskrá, en segir Gísla sögu samt ofar á blaði hjá sér. Vísir Hvort er mikilvægara í menntun hvers manns, fjármálalæsi eða Gísla saga Súrssonar? Þetta er alls ekki á hreinu, og þegar frumkvöðlarnir hjá Fortuna Invest veltu þessu álitamáli upp á Instagram-síðu sinni um helgina sprakk það í loft upp á samfélagsmiðlum. Málið er að þetta þarf ekki að vera annaðhvort eða, segja aðstandendur samstarfsverkefnisins. Í fréttinni hér að neðan er skimað yfir Twitter, rætt við allt frá konunum á bakvið Fortuna Invest og til forsætisráðherra - og sömuleiðis gluggað í Gísla sögu: Einhver misskilningur á ferð Fortuna Invest hefur um tíma farið nýstárlegar leiðir við að fræða almenning um fjárfestingar og fjármál. Vinsældirnar láta ekki á sér standa og fylgjendur þeirra á Instagram hlaupa á öðrum tug þúsunda. Fortuna Invest: Kristín Hildur Ragnarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir.Fortuna Invest Alls kyns fróðleiksmólar eru birtir á síðu Fortuna Invest. Þegar molinn um Gísla Súrsson var birtur fyrir tveimur dögum bjuggust höfundarnir síst við því að það myndi leysa úr læðingi flóðbylgju á samfélagsmiðlum. Á myndinni segir: Ég í skóla: Hvernig tek ég lán? Skólinn: Höldum áfram með Gísla Sögu Súrssonar. „Ég veit ekki hvort margir hafi misskilið þetta þanig að við vildum láta leggja niður Gísla sögu Súrssonar sem er svo sannarlega ekki raunin. En það er ákall eftir því að við fáum betri fjármálafræðslu, hvort sem það er í grunnskóla, menntaskóla eða þess vegna háskóla,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir hjá Fortuna Invest. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Katrín Jakobsdóttir: „Þú ert að tala við íslenskufræðing“ Framsetningin vakti slík viðbrögð að það hefur vart verið hægt að opna Twitter fyrir skopstælingum á myndinni eða umræðum um Gísla Súrsson (hver hefði haldið). Fréttastofa gekk svo langt að spyrja forsætisráðherra út í málið í dag, sem sagði: „Ég held að það sé rými í skólakerfinu til að gera hvort tveggja og Gísla saga kennir okkur alveg gríðarlega mikið um mannlegt eðli. Það getur heldur betur nýst manni í manns persónulegu fjármálum en það er líka mikilvægt að kunna að taka lán.“ En ef við þyrftum að taka annað út? „Ja, þú ert að tala við íslenskufræðing þannig að Gísla saga verður alltaf efst á blaði hjá mér.“ Vá. Inspo. pic.twitter.com/pLUy58WfMa— Grétar Þór (@gretarsigurds) November 22, 2021 pic.twitter.com/lnEInjWk3N— atli (@atliatliatli) November 22, 2021 Á þriðja þúsund manns hafa lækað upphaflegu færsluna þegar þetta er skrifað og tugir deilt henni: „Þannig að það virðist vera sem margir séu sammála okkur þarna," segir Rósa Kristinsdóttir, sem bætir við: „Svo eru auðvitað einhverjir sem eru mjög ósammála og þá eru þeir líka með skoðun.“ Vill svo til að út er komin bók sem sannarlega er ætlað að efla fjármælalæsi fólks, ólíkt Gísla sögu. Hún heitir Fjárfestingar og höfundurinn er Fortuna Invest. Jólalesturinn er þannig sú bók í hæfilegu blandi við Gísla sögu, segja Rósa og Aníta. Gísla saga Súrssonar er saga vestfirsku hetjunnar Gísla í útlegðinni, eftir að hann flækist í langvinnar deilur. Sagan er hátt skrifuð í flokki Íslendingasagna og hefur verið kennd grunnskólabörnum áratugum saman. Hún er enda öllu auðmeltari en til dæmis Njála og Egils saga, en gefur þeim meistaraverkum þó lítið eftir. Þegar flett er í gegnum Gísla sögu vill svo til að þar er sitthvað að finna um fjármál. „Saman er bræðra eign best að líta og sjá“ segir á einum stað, sem er ágæt ráðgjöf um mikilvægi fjármálalegrar samheldni innan fjölskyldna. Á öðrum stað segir „fé er best eftir feigan“. Ekki er með öllu ljóst hvað er átt við með því, en það eru vafalaust orð í tíma töluð. Meanwhile í höfuðstöðvum fortuna invest.CEO: Höldum áfram með Gisla Sögu Súrssonar, Bára, vilt þú lesa fyrir okkur?Bára: Jájá. “Nú líða misserin af hendi og kemur að fardögum. Þá heimtir Þorkell Gísla bróður sinn á tal við sig og mælti: "Svo er háttað, frændi," segir hann.”— Óli (@8lafur) November 23, 2021 Shit. Byrjaðu á að halda kjafti pic.twitter.com/nO3nE4SkSg— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 23, 2021 Ég í skóla: hvernig tek ég mörg smálán til að setja í shitcoins?Skólinn: höldum áfram með Gíslasögu Súrssonar— Siffi (@SiffiG) November 22, 2021 Er þetta ekki bara eins og Homeblest? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar að gera upp á milli fjármálalæsis og Gísla sögu Súrssonar: „Fyrir okkur Íslendinga er það að þekkja okkar sögu og rækta okkar menningu í landinu sé gríðarlega mikilvægt. Á sama tíma er fjármálalæsi og allt sem snýr að því að geta borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum persónulegu fjármálum líka mikilvægt. Þannig að þetta er ekki annaðhvort eða spurning.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: „Er ekki bara eins og Homeblest?“ segir hann. „Gott báðum megin.“ „Það er að segja, það er nauðsynlegt að kenna hvoru tveggja, annars vegar sögu en auðvitað er mjög mikilvægt að kenna fjármálalæsi. Ég man nú reyndar ekki eftir neinum slíkum tíma í minni skólagöngu, sem var nú býsna löng,“ segir Sigurður Ingi. pic.twitter.com/SNkLQZWKIx— Björg (@BjorgSteinunn) November 22, 2021 pic.twitter.com/FdFkNOpvV5— Bjarki Sigurðsson (@bjarki_sigurdss) November 22, 2021 Bókmenntir Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Málið er að þetta þarf ekki að vera annaðhvort eða, segja aðstandendur samstarfsverkefnisins. Í fréttinni hér að neðan er skimað yfir Twitter, rætt við allt frá konunum á bakvið Fortuna Invest og til forsætisráðherra - og sömuleiðis gluggað í Gísla sögu: Einhver misskilningur á ferð Fortuna Invest hefur um tíma farið nýstárlegar leiðir við að fræða almenning um fjárfestingar og fjármál. Vinsældirnar láta ekki á sér standa og fylgjendur þeirra á Instagram hlaupa á öðrum tug þúsunda. Fortuna Invest: Kristín Hildur Ragnarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Aníta Rut Hilmarsdóttir.Fortuna Invest Alls kyns fróðleiksmólar eru birtir á síðu Fortuna Invest. Þegar molinn um Gísla Súrsson var birtur fyrir tveimur dögum bjuggust höfundarnir síst við því að það myndi leysa úr læðingi flóðbylgju á samfélagsmiðlum. Á myndinni segir: Ég í skóla: Hvernig tek ég lán? Skólinn: Höldum áfram með Gísla Sögu Súrssonar. „Ég veit ekki hvort margir hafi misskilið þetta þanig að við vildum láta leggja niður Gísla sögu Súrssonar sem er svo sannarlega ekki raunin. En það er ákall eftir því að við fáum betri fjármálafræðslu, hvort sem það er í grunnskóla, menntaskóla eða þess vegna háskóla,“ segir Aníta Rut Hilmarsdóttir hjá Fortuna Invest. View this post on Instagram A post shared by FORTUNA INVEST (@fortunainvest_) Katrín Jakobsdóttir: „Þú ert að tala við íslenskufræðing“ Framsetningin vakti slík viðbrögð að það hefur vart verið hægt að opna Twitter fyrir skopstælingum á myndinni eða umræðum um Gísla Súrsson (hver hefði haldið). Fréttastofa gekk svo langt að spyrja forsætisráðherra út í málið í dag, sem sagði: „Ég held að það sé rými í skólakerfinu til að gera hvort tveggja og Gísla saga kennir okkur alveg gríðarlega mikið um mannlegt eðli. Það getur heldur betur nýst manni í manns persónulegu fjármálum en það er líka mikilvægt að kunna að taka lán.“ En ef við þyrftum að taka annað út? „Ja, þú ert að tala við íslenskufræðing þannig að Gísla saga verður alltaf efst á blaði hjá mér.“ Vá. Inspo. pic.twitter.com/pLUy58WfMa— Grétar Þór (@gretarsigurds) November 22, 2021 pic.twitter.com/lnEInjWk3N— atli (@atliatliatli) November 22, 2021 Á þriðja þúsund manns hafa lækað upphaflegu færsluna þegar þetta er skrifað og tugir deilt henni: „Þannig að það virðist vera sem margir séu sammála okkur þarna," segir Rósa Kristinsdóttir, sem bætir við: „Svo eru auðvitað einhverjir sem eru mjög ósammála og þá eru þeir líka með skoðun.“ Vill svo til að út er komin bók sem sannarlega er ætlað að efla fjármælalæsi fólks, ólíkt Gísla sögu. Hún heitir Fjárfestingar og höfundurinn er Fortuna Invest. Jólalesturinn er þannig sú bók í hæfilegu blandi við Gísla sögu, segja Rósa og Aníta. Gísla saga Súrssonar er saga vestfirsku hetjunnar Gísla í útlegðinni, eftir að hann flækist í langvinnar deilur. Sagan er hátt skrifuð í flokki Íslendingasagna og hefur verið kennd grunnskólabörnum áratugum saman. Hún er enda öllu auðmeltari en til dæmis Njála og Egils saga, en gefur þeim meistaraverkum þó lítið eftir. Þegar flett er í gegnum Gísla sögu vill svo til að þar er sitthvað að finna um fjármál. „Saman er bræðra eign best að líta og sjá“ segir á einum stað, sem er ágæt ráðgjöf um mikilvægi fjármálalegrar samheldni innan fjölskyldna. Á öðrum stað segir „fé er best eftir feigan“. Ekki er með öllu ljóst hvað er átt við með því, en það eru vafalaust orð í tíma töluð. Meanwhile í höfuðstöðvum fortuna invest.CEO: Höldum áfram með Gisla Sögu Súrssonar, Bára, vilt þú lesa fyrir okkur?Bára: Jájá. “Nú líða misserin af hendi og kemur að fardögum. Þá heimtir Þorkell Gísla bróður sinn á tal við sig og mælti: "Svo er háttað, frændi," segir hann.”— Óli (@8lafur) November 23, 2021 Shit. Byrjaðu á að halda kjafti pic.twitter.com/nO3nE4SkSg— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) November 23, 2021 Ég í skóla: hvernig tek ég mörg smálán til að setja í shitcoins?Skólinn: höldum áfram með Gíslasögu Súrssonar— Siffi (@SiffiG) November 22, 2021 Er þetta ekki bara eins og Homeblest? Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra neitar að gera upp á milli fjármálalæsis og Gísla sögu Súrssonar: „Fyrir okkur Íslendinga er það að þekkja okkar sögu og rækta okkar menningu í landinu sé gríðarlega mikilvægt. Á sama tíma er fjármálalæsi og allt sem snýr að því að geta borið ábyrgð á sjálfum sér og sínum persónulegu fjármálum líka mikilvægt. Þannig að þetta er ekki annaðhvort eða spurning.“ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra: „Er ekki bara eins og Homeblest?“ segir hann. „Gott báðum megin.“ „Það er að segja, það er nauðsynlegt að kenna hvoru tveggja, annars vegar sögu en auðvitað er mjög mikilvægt að kenna fjármálalæsi. Ég man nú reyndar ekki eftir neinum slíkum tíma í minni skólagöngu, sem var nú býsna löng,“ segir Sigurður Ingi. pic.twitter.com/SNkLQZWKIx— Björg (@BjorgSteinunn) November 22, 2021 pic.twitter.com/FdFkNOpvV5— Bjarki Sigurðsson (@bjarki_sigurdss) November 22, 2021
Bókmenntir Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira