Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 21:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira